Ég var að enda við að lesa frétt á vef Morgunblaðsins og á ekki til orð! Verið var að segja frá úrskurði í dómsmáli á Íslandi þar sem kona kærir lækni fyrir afglöp. Málið var að hún fer til þessa læknis til að fá staf undir húð, en það er getnaðarvörn sem á að duga í einhvern tíma (ekki viss hversu langan tíma en held það sé u.þ.b. ár). Mánuði seinna kemst konan að því að hún er ólétt! Þá hafði læknirinn TALIÐ sig setja stafinn á sinn stað en eitthvað hafði misfarist. Læknirinn er sýknaður með þeim rökum að hann hafi jú TALIÐ sig setja stafinn á sinn stað. Talið? Það er ekki allt í lagi! Ég ætlast til þess að læknar VITI og KUNNI ýmislegt eftir allt þetta nám.
Nema hvað, konan fer í fóstureyðingu þar sem hún er ekki tilbúin til að eignast barn (augljóslega í ljósi þess að hún hafði hugsað sér að fá langvarandi getnaðarvörn) og á einhvern undarlegan hátt virðist sem það sé einungis til að skemma málstað hennar! Persónulega, finnst mér það ekki koma málinu við hvað hún ákveður að gera varðandi þungun sína. Það kemur engum nema henni við.
Hvað ef þetta væri eitthvað annað sem læknirinn hefði talið sig gert (eða ekki). Svo virðist sem þetta sé bara allt í lagi af því að stelpan var,,bara“ ólétt.
Á skurðstofunni:
Læknir: Þá er það komið á sinn stað. Búinn að sauma manninn saman og allt í góðu. Er til kaffi?
Hjúkka: Uhh… fyrirgefðu læknir, en hjartað er enn hér á bakkanum. Mér sýnist sem þú hafir gleymt að setja það á sinn stað.
Læknir: Ha? Hvað segirðu? Ég sem var viss um að ég setti það á sinn stað. Jæja, það verður að hafa það. Vonum bara að hann komist ekki að því!
5 athugasemdir
Comments feed for this article
mars 2, 2007 kl. 1:13 f.h.
siggab
Í Noregi var maður sem fór í ófrjósemisaðgerð þar sem honum langaði ekki í börn (duh….). Kona hans verður svo ólétt öllum að óvörum (já það var hans barn) og maður þessi fer í skaðabótamál. Skaðinn var sem sagt uppihald barns hans. Málinu var vísað frá vegna siðferðisástæðna.
mars 3, 2007 kl. 12:59 f.h.
Heiðrún
Heimurinn versnandi fer!
mars 4, 2007 kl. 2:47 e.h.
Una
Vá ertu ekki að grínast! „Ég hélt ég hefði sett þetta á réttan stað“. Bíddu, er ég í ruglinu eða er það ekki venjulega þannig með læknamistök að þér hafi haldið að þeir væru að gera rétt? Ég myndi allavega halda að það væri ekki svo algengt að læknar væru viljandi að klúðra málum. Viljandi eða óvart, það eiga samt að vera afleiðingar…
mars 6, 2007 kl. 1:32 e.h.
Bakkus
Helga, þú ert lélegur bloggari. Bloggaðu a.m.k. áður en ég hringi í þig, sem verður ekki á morgun heldur hinn (og vertu viðbúin…ég ætla að tala lengi).
mars 6, 2007 kl. 2:25 e.h.
Helga
Ég vel orð mín vel. Tel það betra en að skrifa um hverja einustu tilfinningu sem ég finn fyrir eða jafnvel pælingu. Hafðu því engar áhyggjur Bakkus, ég blogga bara þegar ég hef frá einhverju að segja en ekki ef heimavinnan er ekki komin á netið í tæka tíð… 😉