You are currently browsing the daily archive for mars 14, 2007.

Ekki truflaði það mig að sjá orðið ,,sláttujárn“ í síðustu færslu fyrr en þú nefndir þetta, Heiðrún. Nú les ég alltaf slÉttujárn og neyðist því til að skrifa nýja færslu þar sem þetta fer illilega í mig…

Það er annars ekki frá mörgu að segja enda geri ég fátt annað en að elda og baka. Hef því miður ekki gert mikið af því síðarnefnda undanfarið þar sem ég er búin með kakóið og nenni ekki útí búð. Ekki segja að það sé hægt að baka án þess að hafa kakó þar sem baka AUÐVITAÐ bara súkkulaðikökur. Ég og Ásgeir fengum þessa líka glæsilegu eftirréttabók í jólagjöf sem hefur verið nýtt vel og mun gera lengi!

Ég vil svo líka þakka þeim sem tóku beiðni mína til greina og hringdu í veðurguðina og tóku til baka sendinguna með vonda veðrinu. Ykkur heima á íshellunni þykir eflaust gaman að heyra af því að hér hefur verið 15 stiga hiti og sól í 3 daga! Alveg viss um að þið viljið ekki koma í heimsókn…?

Þar sem þessi færsla er nú þegar orðin eins og illa skipulagður fréttapistill þá get ég allt eins haldið áfram og sagt frá þeim skemmtileg fréttum að ég er orðin margra barna móðir á ný. Jamm, ég fékk 2 skópör á mánudaginn! Ég er svo hamingjusöm, enda skórnir svo fallegir og þeir elska mig svo mikið enda brosi ég alltaf einstaklega fallega til þeirra þegar ég labba framhjá! Ég get svo líka greint frá því að Ásgeir gaf mér tvær guðdómlegar bækur í afmælisgjöf. Báðar er hálfgerðar myndabækur en þó mjög ólíkar. Önnur er um Þýskaland og í henni má einnig finna texta (á þremur tungumálum og já, eitt þeirra skiljanlegt) og sú seinni er ljósmyndabók um Afganistan, myndirnar allar teknar á árunum 1964-1978… ég held að það sé ekki til nógu sterkt lýsingarorð til að koma á framfæri þóknun minni á þessari bók. Það er smá texti í bókinni á þýsku en ég læt það ekki trufla mig. Myndirnar tala sínu máli…ahhhh 🙂

Blog Stats

  • 9.649 hits
mars 2007
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031