You are currently browsing the monthly archive for júlí 2007.

Jæja… lífið er ömurlegt!! Ég er búin að horfa á ALLA Sex and the City þættina og hef núna ekkert að gera! Can it get any worse? 😦

Ég var annars að lesa frétt á vísir.is þar sem talað var um reykingabannið. Skemmtilegt fyrirbæri! Þeir banna fólki að reykja á skemmtistöðum og veitingahúsum og senda liðið út. Allt er þetta gott mál þar sem mér finnst að þeir sem ekki reykja eigi að hafa rétt á því að skemmta sér í reyklausu umhverfi. Það sem mér finnst hins vegar fáránlegt er að þeir skuli svo sjálfir (bæði þeir sem um löggjöfina sjá og hinir sem sjá um að lögunum sé fylgt) kvarta svo yfir hávaða og mengun! Ef maður vísar liði út sem er, mögulega, í glasi þá má búast við hávaða. Ef þú vísar liði út sem reykir þá fylgja, auðvitað afgangarnir; stubbar. Hvernig væri að áður en svona lög eru sett, sé velt fyrir sér hvernig er hægt að komast hjá þessum vandamálum. Það sem fer í taugarnar á mér varðandi þessi lög er að svo virðist sem þeim hafi bara verið skellt í gegn en ekkert pælt í hvernig á að fylgja þeim eftir svo allir verði sáttir. Þetta er eins og að banna klósett og svo þegar allt er vaðandi í skít er kvartað yfir drullu og fnyk!

en ekki að ég myndi einhvern tímann taka til eins og ég gerði í dag. Ég hef svosem afrekað eitthvað svipað áður… þ.e. að halda því til streitu að ég muni EKKI taka til, þangað til mamma gefst upp og gerir það sjálf. Ég veit, ég er ofdekraður auli!

Ég virkilega ryksugaði OG skúraði og það í fleiri herbergjum en einu (semsagt tveimur). Ég m.a.s. færði til hluti en fór ekki í kringum þá (alveg satt!).

Veðrið hefur annars verið heldur skrýtið hér undanfarið. Það er glampandi og sól og allir voða happy en svo… kemur þessi líka úrhellis rigning! Við erum ekki að tala um íslenskar skúrir á góðum degi, ó nei. Það er sem himininn opnist og Kyrrahafið komi niður og það bara á 5 mínútum. Á fyrstu tveimur fyllast göturnar af vatni og niðurföllin hafa ekki við. Þetta var svo merkilegt að ég tók videomynd af þessu!

Það er annars ekki mikið að frétta… jú, ég var víst í París. Það var æði, auðvitað, eins og alltaf. Sá allt það klassíska (again) og svo náði Ásgeir að draga mig á staði sem mér sjálfri hefði aldrei dottið í hug að fara á… stuð! Það merkasta sem átti sér stað í ferðinni var að við,,ákváðum“ að labba upp Eiffel turninn! Jebb, sumir eru svo afslappaðir að þeir taka leiðbeiningar eins og „STAIRS ONLY!“ sem djók… þarf ég að taka það fram að það var EKKI DJÓK að labba upp? Þið getið rétt ímyndað ykkur, lata stelpan og lofthræddi strákurinn að labba saman upp (haltur leiðir blindan?) turninn fræga… án efa merkileg sjón! Það sem ég get hins vegar sýnt er mynd af Ásgeir þar sem hann heldur dauðahaldi í stöng og reynir að kíkja fram af, hann er btw hálfan meter frá handriðinu (fyrir þá sem ekki hafa komið í Eiffel turninn þá er ómögulegt að detta niður þar sem það er vírnet í kringum allan turninn og menn sem leita á þér við innganginn svo ekki getur maður verið með vírklippur eða naglbýt…). Annars ágæt ferð í alla staði. 🙂

Ég og Ásgeir erum á leiðinni til Parísar. Ég hlakka rosalegamegasúper mikið til þar sem París er æðisleg! Ok, ég viðurkenni að ég á ekki BARA góða minningar þaðan en maður lítur nú framhjá svoleiðis. Upprunalega planið varnú að fara til Prag en… það er riginig þar þessa vikuna. Ég er búin að fá meira en nóg af rigningu enda hefur rignt hér í rúma viku. Mamma og pabbi: skilið sólinni sem ég lánaði ykkur!

Það er svosem ekkert meira sem ég hef að segja, vildi bara monta mig aðeins á að vera á leiðinni til Parísar!

Blog Stats

  • 9.649 hits
júlí 2007
M F V F F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031