You are currently browsing the daily archive for mars 7, 2007.

Nú nálgast dauðinn óðfluga… já, ég verð 21 árs á morgun! Í tilefni afmælisins ákvað ég að líta á farinn veg en, enn sem komið er, hef ég ekki komist lengra en til síðasta sumars. Ég ákvað að kíkja á interrail síðuna okkar og lesa gamlar færslur en það er eitthvað sem ég hef ekki gert lengri. Ég verð bara að viðurkenna að ég varð hálf klökk. Það er oft þegar maður les bréf eða tölvupóst frá ættingjum og vinum (sérstaklega eitthvað gamalt) sem maður kemst að því hvað maður á góða að. Færslan sem mér fannst hvað skemmtilegast að lesa var um eltingarleikinn fræga sem við áttum í við unga pilta frá Englandi. Það skemmtilegasta var þó að kommentin sem fylgdu voru ansi mörg enda var stutt í heimkomu hjá okkur og var fólk að tilkynna hvað það saknaði okkar og að það hlakkaði til að fá okkur heim. Alltaf gaman að rifja svona upp… sérstaklega þar sem ég sit útþemd (ég át súkkulaðiköku í morgunmat) og einmana í Þýskalandi með þrítugsaldurinn svífandi ógnandi (já, með ljáinn) yfir mér!

Ég fór annars í gönguferð með Ásgeiri, Ekka og Ditu síðasta sunnudag. Við gengum um svæði sem nefnist Frankneska Sviss. Ég verð að taka fram að þegar ég hugsa um Sviss, sé ég fyrir mér fjöll. Þarna var jú, einn hóll en harla eitthvað sem ég myndi líkja við Svissnesku alpana. Við ,,klifum“ hólinn og á toppnum mátti finna þennan ágæta veitingastað sem gaf þreyttum klifurdýrum að borða. Ágætis dagur enda sá eini þar sem sést hefur til sólar í dágóðan tíma. Það lítur nefnilega út fyrir að hinn séríslenski suddi sé komin til Nürnberg og ætli sér að setjast hér að. Þó heimþráin sé einhver þá er veðrið eitthvað sem ég sakna ekki þannig að hver sá sem sendi þetta hingað til að hugga mig, má biðja um endursendingu til baka.

 Ásgeir er orðinn óþolinmóður. Við ætlum að kíkja í bæinn (ég sé að mömmu klæjar í fingurna) og er Ásgeir búinn að klæða sig í úlpuna og stendur yfir mér… ég get rétt ímyndað mér hvað það þýðir…

Tschüss!

Blog Stats

  • 9.650 hits
mars 2007
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031