You are currently browsing the monthly archive for desember 2006.

Ég á bara sá tíma eftir af neti og tími ekki ad kaupa meira. Thetta er helst í fréttum. Pabbi og Ásta fengu aelupest ásamt helmingnum af fylgdarlidi okkar, ég er komin med bikínífar, pabbi er ordinn svartur, hér er heitt, ég var ad enda vid ad borda núdlur, fer í stórt „mall“ á morgun.

Skrifa meira thegar ég eignast pening!

Luv from Kanarí!

Já, það er orðið opinbert, ég er latasta manneskja sem um getur! Fyrir örfáum mínútum lá uppi í sófa, drakk hvítvín, borðaði súkkulaði og hugsaði, ,,ohh, það er svo mikið sem ég þarf að gera á morgun; pakka, ákveða hverju á að pakka, kaupa fullt af dóti, ákveða hvað ég á að kaupa, o.s.frv.“. Þetta myndi ekkert endilega lýsa leti nema hvað ég hef ekkert gert síðan á sunnudaginn nema nákvæmlega það sem ég er að gera núnu; liggja í leti! Og, ofan á það þá kvarta ég yfir því að ég hafi svo lítinn tíma á morgun til að gera það sem ég þarf að gera áður en ég kemst til Íslands. Þessar aðstæður mynna mig á kvöldið áður en ég kom hingað, en þá svaf ég í 2 tíma áður en ég þurfti að vakna til að fara útá flugvöll. Samt hafði ég hætt í vinnunni heillri viku áður! Ó, þú lata, lata…

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að ferðast á næsta ári. Eftir að hafa lesið fyrri hluta færslunar hef ég séð að það er kannski ekki svo góð hugmynd. Ég hef það á tilfinningunni að ég myndi byrja ferðina á sama stað og hún hófst; í fyrsta HÓTELrúminu sem ég finn!

Margt hefur gerst hér undanfarna daga. Helst ber þó að nefna að jólin eru komin til Nürnberg! Jamm, ég áttaði mig á því að ég hafði eiginlega ekki rétt til að dæma borgina jóla-lausa þar sem ég hafði ekki smakkað glühwein og alvöru lebkuchen… ó, þvílík sæla!

Þýskunámskeiðinu lauk á fimmtudaginn og samkvæmt því hef ég fagnað ærlega um helgina! Ég byrjaði á að fá mér í glas með, brátt fyrrverandi, samnemendum mínum og kennara. Á laugardaginn fórum við Ásgeir í bæinn með áðurnefndum afleiðingum (jólin komu…) og svo á sunnudaginn fórum við Ásgeir í lestarferð í gufulest, í boði Ekka. Þar var auðvitað fengið sér glühwein! Við fórum svo líka á jólamarkaðinn í Lauf sem er ívið minni en sá í Nürnberg en þvílíkt huggulegur! Og… þar fengum við okkur glühwein!

Pæling ein fór af stað þar sem ég sat í forláta gufulest sem smíðuð var 1926. Það sem fór í gegnum huga minn var þetta: ,,Ef þessi lest er frá 1926 og lítur svona vel út og fer þetta líka hratt… hvað var þá lestin sem ég ferðaðist með í Króatíu gömul???“ Ég man greinilega að hún fór á lúsarhraða, inréttingarnar litu út fyrir að vera frá víkingaöld og þegar maður settist var maður umvafinn rykskýi! Þar var heldur engin loftræsting og fæsta gluggana var hægt að opna. Hvað haldið þið? Getur verið að iðnaðarbyltingin sé bara nýbúin að eiga sér stað í Króatíu og þ.a.l. eru þeir enn að nota þessa nýju, sniðugu uppfinningu, gufulestina? Ég óska eftir ágiskunum!

 Læt þetta gott heita og  vona að sem flestir velti því fimm sinnum fyrir sér áður en þeir ferðast með krótískum lestum!

Býst við að það sé komin tími á nýja færslu. Það hrjáir mig hins vegar að ekkert merkilegt gerist í mínu lífi þessa dagana. Ég er jú engin Sigga; engir sjoppu-unglingar reyna við mig, fjarskyldir frændur koma mér ekki á óvart… svona eftir á að hyggja hef ég það ekki svo slæmt! 🙂

Ég get jú annars sagt frá því að á morgun er síðasti dagur þýskunámskeiðsins! Íha! Þetta námskeið er að ganga af mér dauðri, ég þoli það ekki og á hverjum degi þarf Ásgeir að stela lyklunum mínum og henda mér út úr íbúðinni svo ég fari nú alveg örugglega! Þetta er leiðinlegra en ákveðin náttúrufræðiáfangi með ákveðnum MJÓUM kennara (nefni engin nöfn, ég þekki fólk sem hefur farið illa útúr því að baktala kennara á blogginu sínu…).

Nú ætla ég að fara að gera eitthvað merkilegt. Það dugar ekki að sitja fyrir framan tölvuna allan daginn.

Þangað til næst, tschüss!

P.S. Vil benda á, svo það sé alveg á hreinu, þá verðið þið að segja ,,Tschüss“ upphátt þegar þið lesið þetta. Það er svo gaman að heyra þetta orð!

Það er ekki hægt að segja að hér sé orðið mjög jólalegt, sem er þó ágætis tilbreyting frá æðinu sem virðist grípa Íslendinga um miðjan október!!! Það er varla að ég taki eftir því að það séu að koma jól nema þegar ég fer niður í miðbæ, en það gerðum við Ásgeir einmitt í gær. Í miðbæ Nürnberg er útimarkaður um jólin, Christkindelmarkt, þar sem allskonar vörur eru seldar á uppsprengdu verði og hægt er að kaupa sér Glühwein, Nürnberger bratwurzt í brauði, jólaskraut úr nikkeli (Sigga,  NIKKEL! Þú ættir kannski að benda einhverjum á þetta?) og gleri auk þess sem dúkkur úr sveskjum virðast vera mjög móðins hér… einhverjum sem vantar svoleiðis???

Ég verð nú eiginlega að segja að ég sakna jólanna örlítið. Mér finnst sem það verði ekki beint jól þetta árið. Ég er auðvitað að fara á mis við allt jólabrjálæðið á Íslandi (sem er af hinu góða) og svo er enginn snjór hér og aðeins jólaskraut í einstaka glugga. Ekki má svo gleyma því að hjá okkur Ásgeiri er ekki mikill undirbúningur enda verðum við á Kanarí yfir jólin. Það þýðir að ég er ekkert að velta mér uppúr jólahreingerningum eða bakstri…. Haha, gat ekki haldið aftur af mér! Ég að taka til eða baka, þvílíkar hörmungar sem það yrðu… 😉

Allavega, eins og dæma má af færslunni er ég ekki að gera neitt merkilegt hérna. Nú er víst bara ein vika eftir af þýskunámsskeiðinu sem þýðir að eftir næsta fimmtudag hef ég allan tímann í heiminum til að slaka á áður en bjórþamb og verslunarleiðangrar taka við! Um að gera að leggja ekki hart að sér! 🙂

Tschüss!

Blog Stats

  • 9.649 hits
desember 2006
M F V F F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031