You are currently browsing the daily archive for mars 30, 2007.

Mig langar í klippingu! Klippa það rétt fyrir ofan axlir (eins og það var), fá mér slatta af styttum og fara í strípur. Svo langar mig líka að fá mér hamborgara á Pylsubarnum í Hafnarfirði og fá bragðaref á Skalla á eftir (veit að það heitir ekki Skalli lengur, hef bara ekki hugmynd um hvað ,,nýja“ nafnið er). Mig langar líka rosalega til að fara á kaffihús með stelpunum mínum. Ég var að horfa á Sex And The City og það var svaka tónlist í þættinum og nú langar mig á djammið með Önnu. Það er líka ótrúlegt hvað Miranda minnir mig á Beggu frænku.

Ok. Biðst afsökunar á þessu þarna fyrir ofan. Þurfti bara að koma þessu frá mér. Hef svosem ekki frá neinu merkilegu að segja. Nema jú… eins og alltaf þá langar mig í eitthvað nýtt (og þá meina ég fyrir utan bolina þrjá sem ég keypti áðan) og í þetta skiptið hafa gleraugu orðið fyrir valinu. Gallinn er auðvitað sá að slíkir gersemar eru rándýrir. En… ég hef fundið hina fullkomnu lausn. Kaupa þau annars staðar en á Íslandi. Við Ásgeir álpuðumst inní gleraugnabúð í dag og DÝRUSTU gleraugun sem ég fann (voru meira að segja svo flott að þau voru læst inni í glerskáp) kostuðu 259 evrur!!! Þetta var heldur ekki nein slorbúð með slormerki. Þetta voru Dloce & Gabbana gleraugu! Svo var svona tilboð í gangi. 2 stykki á verði eins, svo lengi sem annað settið (gler + umgjörð) kostaði 99 evrur eða meira. Það lá við að ég fengi hamingjuflog! Það er næstum sama og ómögulegt að ganga inní gleraugnaverslun á Íslandi og koma út með gleraugu (með gleri í) og vera ekki nema 8700kr. fátækari. Hvað þá ef manni vantar 2 stykki!

Ég get víst verið ánægð þó ég geti ekki (ok, þori ekki) farið í klippingu, keypt mér almennilegan hamborgara eða fengið bragðaref. Nei, ég hef ákveðið að spara og kaupa mér gleraugu í staðinn! 🙂

Blog Stats

  • 9.650 hits
mars 2007
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031