You are currently browsing the monthly archive for janúar 2007.

Ég man glöggt eftir því að í grunnskóla voru haldnar brunaæfingar. Allir krakkarnir sátu í tíma og, allt í einu, glumdi í bjöllunni og allir þustu út. Ég man einnig hvað ég var orðin pirruð á þessu þegar maður hljóp út í kulda og krap þó allir vissu að það væri bara verið að athuga hvort þetta virkaði. Þessi pirringur hefur greinilega haft þau áhrif á mig að ég læt ekki gabbast svo auðveldlega (eða myndi einfaldlega brenna inni ef ekki væri um gabb að ræða).

Í dag sat ég í stól fyrir framan tölvuna í vinnunni og var í Minesweeper (já, ég veit hvernig þetta kemur út, en sagan er bara svo lýsandi fyrir leti mína að ég verð að segja hana, þó ég eigi í hættu á uppsögn!). Í miðjum leik byrjar eitthvað klingur og ég verð pirruð. Mér dettur  þó ekki í hug að standa upp! Eftir ca. mínútu gefst ég upp, loka Minesweeper og labba inn í herbergi yfirmannsins og spyr hvort þetta sé brunabjallan.  Já, svarar hann að bragði og útskýrir fyrir mér að þetta komi stundum fyrir vegna slýpibekkja hinum megin í húsinu og að það hljóti einhver að athuga hvort það sé nokkuð eldur og ef svo er, þá verðum við látin vita. ,,Ok“, svara ég og sest aftur, rosalega pirruð út í sjálfa mig fyrir að hafa virkilega LOKAÐ Minesweeper! Látin vita? Er það ekki tilgangur brunabjölluna; að láta okkur vita að það sé kviknað í???

Það sem ég er að reyna að koma tilskila með þessari sögu (og þá meina ég annað en að ég er löt og, að því er virðist miðað við viðbrögð mín, heimsk!) er að skólar ættu ekki að nota brunabjölluna svona ítrekað í kvalarþorsta sínum. Það hætta allir að taka mark á þessari bjöllu og hún verður eins og hvert annað lag í útvarpinu!

P.S. Ég ætti kannski líka að taka það fram að þetta var ekki einhverjum slípibekk að kenna. Samstarfskona okkar kveikti í brauði í brauðristinni! Hver veit, það hefði getað farið illa!

Ótrúlegt en satt! Þjóðakjalasafnið er ágætis staður. Hér vinnur áhugavert og hresst fólk sem fylgist líka með gengi íslenska liðsins í handbolta og er sammála mér um að óþarfi sé að eiga risastóra jeppa þegar maður býr í höfuðborginni (og fer jafnan ekki úr henni). Fordómar mínir hafi vikið til hliðar sem stendur.

Annað áhugavert héðan frá Laugaveginum… vissuð þið að hér á árum áður var mjög töff að heita Filippus? Nú er ég ekki að reyna að gera grín að þeim sem, í dag, heita þessu ágæta nafni (ok, kannski pínu) en samkvæmt manntali frá 1901 var allavega einn Filippus á hverju heimili í Oddasókn og Stórólfshvolssókn! Merkilegt nokk!

Nú, ég geri mér fulla grein fyrir því að með því að fjalla um gömul manntöl hér, er ég að hætta á að mitt blogg verði eins og hennar Siggu (,,fjalla um eitthvað sem bara mér og mínum fellow lummó lögfræðinemum finnst gaman að lesa… t.d. sifjaréttur, híhí!“). Ég ákvað hins vegar að taka áhættuna þar sem ég trúi að nafnið Filippus eigi eftir að slá í gegn innan nokkurra ára. Móðir mín segir jú, að tískan gangi í hringi! Auk trúi ég ekki öðru en þið hafið gaman að þessari nafnleit minni. Það er jú aldrei að vita nema ég finni annan Kaðal! (Fyrir þá sem ekki vita þá komst ég að því fyrir nokkrum árum að fyrir u.þ.b. 1000 árum bjó maður á þessu landi er bar hann nafnið Kaðall Bjálfason. Mér er mjög hlýtt til þessa nafns!)

Jæja, best að halda áfram að vinna. Ekki vil ég að mafían taki mig í gegn!

Útsölur, ó útsölur! Hversu mikið er hægt að leggja á saklausa sál? Svo virðist sem verslunareigendur hafi gaman af að sjá viðskiptavini sína þjást þar sem útsölur eru alltaf eftir helstu hátíðar (páskar og jól) og svo í sumarlok þegar við höfum öll eytt aleigunni í kælandi drykki, bikiní og ferðalög! Á svona stundum er auðvitað best að halda sér heima við en einstaka sinnum tekst móður minni (the shopaholic) að draga mig með sér. Í dag var einmitt ein slík stund! Ég er ekki frá því að kortið standi enn í logum! Það versta er þó ekki ferðin heldur sú staðreynd að móðir mín var með í för. Ef ég hef einhvern tíman talið mig færa í löngum verslunarferðum… mér skátlaðist! Ó já, móðir mín er örugglega heimsmeistari í löngum verslunarferðum og EIN klukkustund þykir ekki mikill tími til að eyða í HVERRI EINUSTU búð!

Móðir mín nefndi við mig að hún hefði hug á að koma í heimsókn til Þýskalands í sumar. Þegar ég nefndi þetta við Ásgeir hló hann og spurði hvort ég hefði sagt henni frá miðbænum. Já, það hef ég þegar gert og sé mikið eftir núna og er þegar farin að þróa með mér magasár vegna heimsóknarinnar þar sem ég hef ekki enn náð að átta mig almennilega á miðbænum vegna stærðar hans og fjölda verslana! Það er spurning hvort ég eigi að verða mér úti um ól áður en ástkær móðir mín kemur til að hafa hemil á henni. Ég hef oftar en einu sinni lent í því að segja við hana að núna hafi ég fengið nóg og sé farin út og segist hún þá koma. Aðeins sekúndubrotum seinna lít ég við og sé hana standa í hinum enda búðarinnar með bol í hendinni! Ég veit ég hef sagt að systkini mín séu besta getnaðarvörnin en hef nú komist að þeirri niðurstöðu að það er móðir mín einnig! 

P.S. Sorrý mamma. Ég elska þig!

Jæja, ég get ekki sofið. Þetta er mér mikið áfall þar sem, hingað til, hef ég aldrei átt í vandræðum með svefn. Ástæðan gæti verið sú að ég hef nákvæmlega ekkert að gera og sef þar af leiðandi langt fram eftir degi! Kannski þetta þýði að ég sé orðin ,,fullorðin“. Ég las jú, ekki fyrir svo löngu að það að geta ekki sofið endalaust væri merki um að líkaminn væri orðinn ,,fullorðinn“. Velti samt fyrir mér hvort að það þýði þá líka að afi minn sé ennþá unglingur. Kannski ég ætti að nefna þetta við hann, hann yrði eflaust ánægður! 🙂

Það er annars að frétta að enn einu sinni hef ég tekið ákvörðun um hvað ég ætla að gera á næstu mánuðum. Ég ætla hins vegar ekki að nefna hver niðurstaðan er þar sem hún gæti hæglega verið önnur á morgun… ég þekki sjálfa mig, draumóramanneskjuna! Sem dæmi má nefna að ég og Silja ,,ákváðum“ þegar við sátum saman á bílprófsnámskeiði að fara til Suður Afríku á næstu mánuðum. Tvö ár eru liðin og hvorug er farin ennþá!

Þegar ég les færsluna yfir sé ég að ég er að fá svona brainstorm. Það er nákvæmlega ekkert samhengi hjá mér. Kannski ég ætti bara að segja frá öllu sem ég hef gert í dag! Reyndar, svona eftir á að hyggja, væri það ekki svo gáfulegt þar sem það gæti leitt til þess að enginn myndi skoða þessa síðu aftur, svo áhugavert er iðjuleysi mitt þessa dagana! NOT!

Vá, þetta er svoleiðis að fara úr böndunum hjá mér núna…. best að drífa sig í að ýta á Publish áður en ég stroka þetta allt út!

Síðasta komment frá Heiðrúnu fékk mig til að hugsa. Kannski er ég bara algjör skápapíka (afsakið orðabragðið). Ég fíla píkupopp þó ég vilji helst ekki viðurkenna það! Til að rifja upp fyrir þeim sem ekki muna (eða vita ekki) þá var ég ein af þeim fyrstu sem keypti fyrstu sólóplötu Justin Timberlake og hlustaði á alveg í botn! Eftir að æðið hafði runnið af mér reyndi ég að útiloka þessar minningar, þar sem ég skammaðist mín, og þegar fólk sem vissi betur bar þetta á mig bar ég fyrir mig að í rauninni ætti Ásta Þóra diskinn og væri alltaf að hlusta á hann inni hjá mér. LOOSER! Allavega, eftir nokkra sálfræðitíma þá hafði ég jafnað mig á þessu og lífið hélt áfram.

Eða þangað til… nýji diskurinn með JT kom út! Ég stend sjálfa mig að því að blasta græjunum þegar hans yndisfríða rödd (ég meina ljóta…) fyllir hátalarana á útvarpinu og syng hamingjusön með! Ég staldra lengur við inní búðum ef verið er að spila lög af disknum. Ég kann lögin. Ég labba inní Skífuna bara til að horfa á diskinn hans.

Já, ég viðurkenni að ég á við vandamál að stríða! Ég er Justin Timberlake aðdáandi! Ég get ekkert að því gert að þegar hans píkulega rödd ómar þá stjórna ég ekki líkama mínum lengur og… brest í dans!

P.S. Hjálp óskast!

Ég hef ekki eignast neinn pening en er hins vegar komin í netsamband sem foreldrar mínir borga og ert þessi færsla því á þeirra kostnað. 

Jæja, þá er maður kominn heim í kulda og krap! Þó ótrúlegt sé hef ég ekki enn viðrað sængina en hún þarf ekki að bíða mikið lengur. Það er annars alveg hreint ótrúlegt hvað maður saknar undarlegustu hluta þegar maður er að heiman. Ég þráði t.d. að komast undir sængina mína (reyndar ekki svo undarlegt þar sem hún er mjúk og ég er ég), drekka ískalt appelsín, hlusta a Christinu Aguilera geisladisk (þetta kom mér jafnmikið á óvart og ykkur), netsambands og afgreiðslufólks sem vinnur ekki á söluprósentu! Reyndar, þegar ég lít yfir þessa uptalningu þá er ekki svo ótrúlegt að ég hafi saknað þessara hluta (nema kannski þetta með tónlistina).

En… talandi um pirrandi afgreiðslufólk. Ég er á því að allt uppáþrengjandi fólk í sölubransanum hafi verið lóðsað til Kanaríeyja. Það er alla vega óhemjumikið af því þar. Einu búðirnar sem þetta fólk finnst ekki í eru rándýru búðirnar og Foto Harry. Í þeirri síðarnefndu þurfa þeir auðvitað bara að opna munninn og maður er svo dasaður af hinni ilhýru íslensku sem streymir úr munni þessara Indverja að maður réttir þeim bara visa kortið og segir, ,,já, takk!“

Ohhh…. mig langar í appelsín og engiferköku. Skrifa meira þegar ég er orðin södd og útsofin!

Blog Stats

  • 9.649 hits
janúar 2007
M F V F F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031