Nú nálgast dauðinn óðfluga… já, ég verð 21 árs á morgun! Í tilefni afmælisins ákvað ég að líta á farinn veg en, enn sem komið er, hef ég ekki komist lengra en til síðasta sumars. Ég ákvað að kíkja á interrail síðuna okkar og lesa gamlar færslur en það er eitthvað sem ég hef ekki gert lengri. Ég verð bara að viðurkenna að ég varð hálf klökk. Það er oft þegar maður les bréf eða tölvupóst frá ættingjum og vinum (sérstaklega eitthvað gamalt) sem maður kemst að því hvað maður á góða að. Færslan sem mér fannst hvað skemmtilegast að lesa var um eltingarleikinn fræga sem við áttum í við unga pilta frá Englandi. Það skemmtilegasta var þó að kommentin sem fylgdu voru ansi mörg enda var stutt í heimkomu hjá okkur og var fólk að tilkynna hvað það saknaði okkar og að það hlakkaði til að fá okkur heim. Alltaf gaman að rifja svona upp… sérstaklega þar sem ég sit útþemd (ég át súkkulaðiköku í morgunmat) og einmana í Þýskalandi með þrítugsaldurinn svífandi ógnandi (já, með ljáinn) yfir mér!
Ég fór annars í gönguferð með Ásgeiri, Ekka og Ditu síðasta sunnudag. Við gengum um svæði sem nefnist Frankneska Sviss. Ég verð að taka fram að þegar ég hugsa um Sviss, sé ég fyrir mér fjöll. Þarna var jú, einn hóll en harla eitthvað sem ég myndi líkja við Svissnesku alpana. Við ,,klifum“ hólinn og á toppnum mátti finna þennan ágæta veitingastað sem gaf þreyttum klifurdýrum að borða. Ágætis dagur enda sá eini þar sem sést hefur til sólar í dágóðan tíma. Það lítur nefnilega út fyrir að hinn séríslenski suddi sé komin til Nürnberg og ætli sér að setjast hér að. Þó heimþráin sé einhver þá er veðrið eitthvað sem ég sakna ekki þannig að hver sá sem sendi þetta hingað til að hugga mig, má biðja um endursendingu til baka.
Ásgeir er orðinn óþolinmóður. Við ætlum að kíkja í bæinn (ég sé að mömmu klæjar í fingurna) og er Ásgeir búinn að klæða sig í úlpuna og stendur yfir mér… ég get rétt ímyndað mér hvað það þýðir…
Tschüss!
8 athugasemdir
Comments feed for this article
mars 7, 2007 kl. 11:05 e.h.
siggab
Hahaha! Ég verð tvítug áfram í sjö mánuði og fjóra daga :p Liggaliggalái…
Annars finnst mér ég vera hundrað og tveggja ára þar sem ég sit hérna hundlasin með hausverk, beinverki, hita og hálsbólgu. Búin að sofa í mestallan dag og fékk pínu kökk í hálsinn þegar ég las færsluna þína. Ég kenni beinverkjunum um.
Sviss minnir mig líka á fjöll. Reyndar líka á rigningu, lestarstöð, hræðilegt rósavín og fýluköst.
En auðvitað mun meira á fagurt útsýni, dásamlegar samverustundir, frelsi sem fuglinn fljúgandi og ævintýragirni.
Tek fram að ég er í verkjatöfluvímu. Og í hálfgerðu sjokki yfir undarlegu símtali sem ég fékk áðan varðandi bloggsíðuna mína.
mars 8, 2007 kl. 12:31 e.h.
Dísa
Til hamingju með afmælið sæta sæta! Og ef það hjálpar eitthvað þá er líka hægt að verða 20 aftur;)
Einhverra hluta minnir Sviss mig eingöngu á Heiðubækurnar, og jú, hunda í lestum.
mars 8, 2007 kl. 3:20 e.h.
Heiðrún
Til hamingju með afmælið Helg Pelg! 🙂 Það er flott að vera 21 árs, nú getur þú allt sem þú vilt… kemst reyndar ekki inn á plebbastaðinn REX en það er hvort sem er plebbastaður! 😉
Já… Sviss minnir mig á fjöll ekki hóla! Ég man sko eftir útsýninu úr paragliding! Bara vááá… 🙂
mars 8, 2007 kl. 3:45 e.h.
siggab
Til hamingju með þrítugsaldurinn, sæta skvísa!!!!!
Biðst afsökunar á símtalsleysi, röddin hefur tímabundið yfirgefið mig. En vertu viðbúin…..durummbummbumm…..
mars 8, 2007 kl. 10:13 e.h.
Besta mamma
Jæja gamla mín. Enn og aftur til hamingju með daginn. Það styttist alltaf bilið á milli okkar.Eg sé vesalings Ásgeir fyrir mér rölta um íbúðina fram og til baka og bíða og bíða og bíða og ég er viss um að þetta er ekki síðasta biðin eftir þér Helga mín. Love you.
mars 12, 2007 kl. 3:51 e.h.
Una
Ástin… mundu: sama hversu gömul þú verður, ég verð alltaf eldri!
Kveðja að handan.
mars 13, 2007 kl. 4:12 e.h.
Heiðrún
Í hvert sinn sem ég les fyrirsögnina á þessari bloggfærslu les ég ,,Gaurinn með sléttujárnið kemur“. Bögg!
Farðu nú að koma með nýja færslu, þessi er orðin gömul (eins og þú)! 😉
mars 13, 2007 kl. 4:39 e.h.
siggab
Heiðrún….ég les alltaf það sama líka! Finnst meira að segja ekkert athugavert við það við fyrstu sýn hahahahahaa