You are currently browsing the monthly archive for september 2007.

Þvílíkar kröfur alltaf sem maður þarf að standa undir. Ekki er nóg að ég neyðist til að sitja í drepleiðinlegum fyrirlestrum, læra fyrir þá og ná mér uppúr veikindum, heldur er nú líka krafa um að skrifa blogg hægri, vinstri! Mér finnst auk þess sem kvartanirnar komi úr hörðustu átt (frá manneskju sem EKKI á blogg og svo annari sem á sér þann draum að gerast fyllibytta í Þingholtunum).

Það er annars að frétta að ég á nú í vandræðum með svefn! Ástæðan er líkast til sú að ég sef fram að hádegi (þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 12:30) og svo loksins þegar ég kem mér í skólann, sofna ég þar (hver myndi svosem ekki sofa yfir efnajöfnufyrirlestrum)! Hrrmmff!

Helga A. Gísladóttir lést á sviplegan hátt í morgun í æfingarhúsnæði Bootcamp. Vinkona hennar, sem ekki verður nafngreind að svo stöddu er grunuð um morð af yfirlögðu ráði en talið er að hún hafi lengi reynt að fá Helgu til að taka þátt í skipulögðum sjálfsmeiðingum (aka íþróttum). Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Skókaups-styrktarsjóð Helgu (sem auðvitað verður breytt um nafn á fljótlega).

Ef að Helga væri enn á lífi er ég viss um að hún vildi koma á framfæri til fólks að láta sig ekki hlæja þar sem hún er með harðsperrur í magavöðvunum….. ekki það að hún sé á lífi…

Ritari: Einhver Annar

Blog Stats

  • 9.649 hits
september 2007
M F V F F S S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930