You are currently browsing the monthly archive for apríl 2007.

Mér finnst leiðinlegt að vaska upp. Það er svo ekki til að hjálpa að maður á að vaska leirtau uppúr heitu vatni og mér finnst heitt vatn… ja, heitt. Svo að ég kæmist örugglega ekki hjá því að vaska upp voru keyptir uppþvottahanskar svo viðkvæmar hendur mínir yrðu ekki fyrir skaða. Kaup á hönskunum er ekki beint það sem ég vil tala um heldur stærðirnar á þeim. Hendur mínar eru ekki stórar, frekar litlar ef eitthvað er. Samt sem áður rétt passa hanskarnir á mig en þeir eru í miðstærð, medium. Hægt var að kaupa small, medium og large og þar sem ég þoli ekki risastóra hanska ákváðum við að miðstærðin væri best. Þegar pokinn er svo opnaður komumst við að því að Ásgeir kemst ekki í hanskana nema þá með því að troða sér í þá og líta hendurnar á honum út eins fimm typpi í of litlum smokkum! Ef að þetta eru ekki skýr skilaboð til kvenna, þá veit ég ekki hvað! Mér finnst að stærðir á uppþvottahönskum eigi að fara eftir miðstærð handa beggja kynja en ekki bara kvenna! Þetta er svo sérstaklega furðulegt allt þar sem Ásgeir er ekki með neinar risahendur og get ég ímyndað mér að large hanskarnir séu rétt passlegir á hann. Er ekki þarna verið að mismuna stórhenntum karlmönnum með viðkvæma húð? Þeir geta, rétt eins og ég, ekki vaskað upp nema með hanska en þeir fást aðeins í litlum kvenmannsstærðum. Var þetta nú ekki áhugavert? 🙂

Óli, pabbi Ásgeirs, fór heim í dag eftir vikudvöl hér í Þýskalandi. Það var ágætt að geta talað við annan íslending hér en Ásgeir (þó hann sé eiginlega bara yngri útgáfa af pabba sínum, fyrir utan innkaupin auðvitað). Ég held ég hafi fitnað um 10 kíló meðan á dvöl hans stóð þar sem hann heimtaði að borga okkur gistinguna í formi matar á veitingastöðum. Það sagði hann allavega. Ég er eiginlega viss um að eftir yfirlýsingar mínar um hæfileika mína (eða skort á…) á sviði matargerðar, hafi hann ákveðið að hafa vaðið fyrir neðan sig, hmmm…

Nú er svo farið að styttast í að við komum í heimsókn til Íslands. Svo skemmtilega vill til að búið er að bjóða mér í 2 júróvisíónpartý/afmæli og svo á mamma afmæli daginn eftir og var upphaflega planið því að vera heima þetta kvöld og slaka aðeins á djamminu. Verður víst lítið úr því. Ef einhvern vill svo auka ruglið þá er endilega að bjóða mér í annað samskonar partý sama dag (ef þú ert svo að meina boðið af alvöru mæli ég með að kalla það ekki kosningapartý…)

Er Garðabær orðin það sem ég áleit Breiðholtið eitt sinn vera? Ghetto! Var að enda við að lesa að lögregla hefði handtekið 16 manns á níunda tímanum í morgun, þegar hún var að leysa þar upp partý. Eitthvað gekk þetta brösulega þar sem fólkið neitaði að fara og fór því að þennan veg. Amfetamín og hass fannst við húsleit (áður en að ég kom að þeim kafla í greininni velti ég einmitt fyrir mér hvernig þau nenntu að vaka  svona lengi, gamla ég).

Það er svo ekki of langt síðan gamalt fólk kvartaði undan því að ekki væri lengur hægt að ganga öruggur um götur bæjarins fyrir unglingahópum sem áreittu gangandi vegfarendur (fannst þetta reyndar furðulegt þar sem einu unglingarnir sem ég sé nokkurn tímann  ÚTI í Garðabæ hanga fyrir utan sjoppurnar tvær).

Á mínu lokaári í FG var svo tvisvar ráðist á nemanda á skólatíma. Varð meira að segja svo fræg að verða vitni að annari árásinni sem endaði með á því að drengur lá í blóði sínu í matsal skólans. Í hinni kom skófla við sögu, drengur með opin augu og fyrrverandi, afbrýðisamur kærasti. Ekki má svo gleyma hnífabardaganum sem átti sér stað í eftirpartýi í bænum garðprúða. Eftirmálar? Litla-Hraun.

Þegar ég hafði lokið lestri fréttarinnar á vísi.is þá ,,skrollaði“ ég neðar eða að dálki þar sem lesendur geta komið með skoðanir sínar. Þar hafði einn tjáð sig og var fyrirsögnin, ,,Hvergi annars staðar“. Undir stóð svo ,,Í Garðabæ… That figures“.

Aldrei les maður um að partý í Hafnarfirði og Kópavogi séu leyst upp með sams konar afleyðingum, en búa þó, í hvorum bæ fyrir sig, helmingi fleiri en í Garðabæ. Erum við að tala um ríkidæmi turns trailer trash eða er Garðabær orðin samansafn fávita sem vita ekki hvenær nóg er nóg?

 P.S. Vinir og ættingjar sem búa í Garðabæ eru undantekning… 🙂

Ég ákvað að skrifa blogg. Slæ inn slóðina á wordpress en upp kemur grá, tóm síða með headernum Willis & Associates. Ég hafði slegið inn workshop. Guð einn veit af hverju (ég er reyndar með hugmynd, mig langar í undirmeðvitundinni að vinna svo ég geti verslað meira).

Eins og kom fram í síðustu færslu þá leiðist mér stundum. Ég var því voða sniðug að prófa að gera svona landakort sem sýnir hvert ég hef farið. Komst svo að því að þetta er ekkert gaman. Allir hafa ferðast meira en ég! Nema kannski Ásgeir en hann HATAR að ferðast svo hann telst ekki með!  Unu kort fyllir upp hálfan heiminn og hún hefur farið til Afríku! Samt bjó hún á Akureyri (smá fordómar, ég veit).

Ef á að tala um eitthvað fallegt og skemmtilegt get ég svosem reynt það líka. Við Ásgeir fórum ásamt Ekka og Ditu í bíltúr og göngutúr að skoða blómin vaxa (fórum í samskonar ferð í haust, nema þá var horft á laufin falla). Tók fullt af myndum enda gullfallegt þar sem við vorum (er meira að segja orðin pínu brún þar sem sólin fór hamförum :)).

Í gær kom svo pabbi Ásgeirs í heimsókn og ætlar að hann að vera hjá okkur í viku. Þegar við hittum hann á lestarstöðinni var ákveðið að eyða engum tíma og fara beinustu leið í bæinn. Við göngum aðeins um miðbæinn og förum inní nokkrar búðir. Að lokum komum við að stórri verslun sem er á 3 hæðum. Fyrstu 2 er með kvenmannsfötum en sú 3. með karlmanns- og barnaföt. Feðgarnir fara uppá 3. hæð og ég á 2. hæð þar sem ég byrja strax að skoða. Tíminn líður og eftir þónokkrar mínútur fer ég að velta fyrir mér hvort þeir hafi farið úr búðinni án mín þar sem ég var þegar búin að labba um í 10 mínútur og enginn (aka Ásgeir) var farinn að labba á eftir mér með þreytusvip. Ég hleyp hrædd upp á 3. hæð og þarf ekki að litast um lengi áður en ég sé þá feðga skoða föt, með bros á vör! Einu búðirnar sem ég hef áður séð Ásgeir brosa inní eru bílasalan og dótabúðin (við hilluna þar sem bílarnir eru). Ég vona að hann læri af föður sínum sem fyrst! Reyndar… sagði Ólafur að hann hefði lært þetta þegar hann eignaðist börn… hmmm. Er einhver til í að lána mér sitt/sín í smá tíma? 🙂


create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

Jæja, það er þá loksins að maður nennir að skrifa eitthvað. Ég verð að tilkynna þér það Sigga mín að Kurt kom ekki í dag, alla vega ekki meðan ég var heima. Ég og Ásgeir eyddum annars rúmum klukkutíma í garði hér rétt hjá, þar sem við sleiktum sólina og þessar 30°c sem hún sendi okkur! Þegar okkur var farið að líða illa vegna snjóleysis ákváðum við að leggja krók á leið okkar heim og koma við í búðinni og splæsa á okkur smá ís. Jammí!

 Anywho… alla síðustu viku vorum við í Burg Rieneck með öðrum skátum hvaðanæva úr heiminum. Það sem kom mér hvað mest á óvart var að ég skemmti mér vel og að skátar eru líka fólk! Þetta hafði meira að segja þau áhrif á mig að ég íhuga alvarlega að koma mér í einhvers konar skátastarf (ekki segja hinum skátunum en ástæðan er að ég vil fara aftur á næsta ári…).

Ég hef ekki frá miklu að segja eins og er. Kannski heilladísinn heimsæki mig í kvöld og segi mér eitthvað skemmtilegt sem ég get síðan sagt ykkur frá þegar ég nenni. Ahh jú! Ég er að fara að búa til myndasíðu þar sem ég set inn myndir sem ég hef tekið hér í Þýskalandi. Skrifa veffangið á eftir inná síðuna, hérna til vinstri. 

Blog Stats

  • 9.649 hits
apríl 2007
M F V F F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30