Margt hefur gerst hér undanfarna daga. Helst ber þó að nefna að jólin eru komin til Nürnberg! Jamm, ég áttaði mig á því að ég hafði eiginlega ekki rétt til að dæma borgina jóla-lausa þar sem ég hafði ekki smakkað glühwein og alvöru lebkuchen… ó, þvílík sæla!
Þýskunámskeiðinu lauk á fimmtudaginn og samkvæmt því hef ég fagnað ærlega um helgina! Ég byrjaði á að fá mér í glas með, brátt fyrrverandi, samnemendum mínum og kennara. Á laugardaginn fórum við Ásgeir í bæinn með áðurnefndum afleiðingum (jólin komu…) og svo á sunnudaginn fórum við Ásgeir í lestarferð í gufulest, í boði Ekka. Þar var auðvitað fengið sér glühwein! Við fórum svo líka á jólamarkaðinn í Lauf sem er ívið minni en sá í Nürnberg en þvílíkt huggulegur! Og… þar fengum við okkur glühwein!
Pæling ein fór af stað þar sem ég sat í forláta gufulest sem smíðuð var 1926. Það sem fór í gegnum huga minn var þetta: ,,Ef þessi lest er frá 1926 og lítur svona vel út og fer þetta líka hratt… hvað var þá lestin sem ég ferðaðist með í Króatíu gömul???“ Ég man greinilega að hún fór á lúsarhraða, inréttingarnar litu út fyrir að vera frá víkingaöld og þegar maður settist var maður umvafinn rykskýi! Þar var heldur engin loftræsting og fæsta gluggana var hægt að opna. Hvað haldið þið? Getur verið að iðnaðarbyltingin sé bara nýbúin að eiga sér stað í Króatíu og þ.a.l. eru þeir enn að nota þessa nýju, sniðugu uppfinningu, gufulestina? Ég óska eftir ágiskunum!
Læt þetta gott heita og vona að sem flestir velti því fimm sinnum fyrir sér áður en þeir ferðast með krótískum lestum!
6 athugasemdir
Comments feed for this article
desember 11, 2006 kl. 4:41 e.h.
Una
Haha, ætli þessi króatíska lest sé eitthvað í ætt við rússnesku flugvélina sem mér leið ekki svo vel í?
Svo stutt þangað til þú kemur heim! :o)
desember 11, 2006 kl. 5:00 e.h.
Bakkus
Ojojojojojojojojjjjjjjjjjjjjj……………………Hræðilegastalestarferð EVER! Og öll krummaskuðin sem við stoppuðum í! Allir lestarteinaverðirnir(eða hvað sem þeir þóttust vera)!!!! Og Krummaskuðið From Hell þar sem við þurftum að bíða í hálftíma eftir rútunni…umvafin geitungum! Að ég tali nú ekki um klósettin! Eða ofnæmiskastið sem ég fékk!
Svitalyktin hér á Lesstofunni er einmitt bara ágæt.
desember 12, 2006 kl. 12:16 f.h.
Heiðrún
Hehehe, í fyrsta sinn sem ég brosi í allann dag er yfir endurminningum um hræðilega raun okkar í einstaklega hægfara Króatískri lest! Ó… ég man hvað við vorum í vondu skapi og ó já… ennfremur man ég hvað ég varð reið þegar þú, Helga mín, tókst ákveðna ógeðslega mynd af mér, einmitt þegar við vorum bíðandi í einhverju ógeðslegu krummaskuði in the middle of nowhere, með bakpokann á bakinu, derhúfu ofan í augunum í hlýrabol og mini stuttubuxum, sveitt og löðrandi í geitungum!
Annars já, ég styð kenningar þínar um Króatískar lestir!
Kveð að sinni, á mig kallar ,,æsispennandi“ fróðleikur um orku íslenskra vatnsfalla!
desember 12, 2006 kl. 4:34 e.h.
Gulla
Jahá…. ég er greinilega eitthvað vitlaus held ég af þvi að enginn annar spyr um þetta….. en hvað í and….. er glühwein? og ekki síður lebkuchen?
En þessar yndislegu lestarminningar fara mér aldrei úr huga….. þær eru greinilega líka fastar í ykkar! ha ha ha
desember 12, 2006 kl. 6:06 e.h.
Bakkus
Gulla mín, glühwein er TODDÝ (hér má hlæja brjálæðislega að asnalegu orði) en einnig má kalla það púns. Lebkuchen er einhver svaka góð kaka sem Helga ætlar að kaupa handa mér og gefa 😀
desember 13, 2006 kl. 5:44 e.h.
Heiðrún
Hey! Ég vil líka köku!