Býst við að það sé komin tími á nýja færslu. Það hrjáir mig hins vegar að ekkert merkilegt gerist í mínu lífi þessa dagana. Ég er jú engin Sigga; engir sjoppu-unglingar reyna við mig, fjarskyldir frændur koma mér ekki á óvart… svona eftir á að hyggja hef ég það ekki svo slæmt! 🙂
Ég get jú annars sagt frá því að á morgun er síðasti dagur þýskunámskeiðsins! Íha! Þetta námskeið er að ganga af mér dauðri, ég þoli það ekki og á hverjum degi þarf Ásgeir að stela lyklunum mínum og henda mér út úr íbúðinni svo ég fari nú alveg örugglega! Þetta er leiðinlegra en ákveðin náttúrufræðiáfangi með ákveðnum MJÓUM kennara (nefni engin nöfn, ég þekki fólk sem hefur farið illa útúr því að baktala kennara á blogginu sínu…).
Nú ætla ég að fara að gera eitthvað merkilegt. Það dugar ekki að sitja fyrir framan tölvuna allan daginn.
Þangað til næst, tschüss!
P.S. Vil benda á, svo það sé alveg á hreinu, þá verðið þið að segja ,,Tschüss“ upphátt þegar þið lesið þetta. Það er svo gaman að heyra þetta orð!
6 athugasemdir
Comments feed for this article
desember 6, 2006 kl. 2:24 e.h.
Una
Í tebúð í Cuxhaven, Þýskalandi, vinnur kona sem segir hressasta tschüss í heimi. Hún leggur alla sína tilfinningu í það og ekki skemmir fyrir að hún er með sérlega skæra rödd. Gaman af því.
Æh Helga, ég sakna þín. Hvað á það að þýða að flýja land loksins þegar ég kem suður? ;o)
Tschüüüüüss!
desember 6, 2006 kl. 9:27 e.h.
Bakkus
Ó Helga, þú lætur líta út fyrir að ég lifi alveg einstaklega spennandi og áhugaverðu lífi….ég roðna!!
Mikið væri gaman að það væri í rauninni satt og líf mitt væri ekki eins og einhver martraðarútgáfa af ,,Legally Blonde“.
Leiðinlegt að það skuli vera svona glatað á námskeiðinu………legg mátulegan trúnað við að það sé leiðinlegra en kennsla hr. Mjóna en aftur á móti er félagsskapurinn þar örugglega leiðinlegri. Engin Porn í FG.
Elska þig snúllumús og hlakka til að sjá þig.
desember 7, 2006 kl. 9:38 e.h.
Besta mamma
Hæ hæ.
Eg er enn að velta fyrir mér hvernig hreingerningar og bakstur yrðu hjá þér Helga mín. Best er að kaupa kökur og mála svo bara. djók.
Nú er bara vika þangað til þú kemur á okkar yndislega Ísland og við hlökkkkkkkkum rosalega til að sjá þig en verðum að bíða til 19.des til að sjá ‘Asgeir en þá verðum við komin til Kanarí. Langar einhverjum í sörur???????
Kv.mamma og restin
desember 9, 2006 kl. 6:34 e.h.
Gulla
Ég er ekkert sátt við að þú sért að fara til Íslands um jólin og Kanarí….. ég er öfundsjúk með stóru Ö-i! svo að vertu ekkert að kvarta um eitthvað leiðinlegt námskeið góða mín! 🙂
desember 9, 2006 kl. 8:55 e.h.
Helga
Hehe, jú!
Sérstaklega þar sem það er búið og í lok þess skemmti ég mér mjög vel! Og með hvítvín mér við hlið (og seinna í maga!)
desember 9, 2006 kl. 10:33 e.h.
Heiðrún
Helga!
Hefur þú heyrt orðið ,,ómögulegt“ eða ,,impossible“ eins og það er á ensku?
Því það er orðið sem ég ætla að nota hér við samanburði þínum á þýskunámskeiðinu og ákveðnum náttúrufræðiáfanga hjá ákveðnum mjóum kennara! Ekki skánar það svo þegar maður þarf að taka tvo ákveðna áfanga hjá þessum sama ákveðna mjóa kennara í EINU! Og ég veit að þú hefur gengið í gegnum það. Það er greinilega bara of langt síðan til þess að þú áttir þig á því sem þú varst að segja með þessum samanburði.
Já, orðið ,,ömögulegt“ eða ,,impossible“ þýðir einmitt að það geti bara alls ekki verið! Með öðrum orðum er það ekki mögulegt samkvæmt öllum þeim náttúrulögmálum sem sett hafa verið um jörðina… þú myndir sko vita það ef þú hefðir tekið nógu vel eftir því sem ákveðinn mjór kennari sagði í ákveðnum náttúrufræðiáfanga! Döh!