You are currently browsing the daily archive for desember 6, 2006.

Býst við að það sé komin tími á nýja færslu. Það hrjáir mig hins vegar að ekkert merkilegt gerist í mínu lífi þessa dagana. Ég er jú engin Sigga; engir sjoppu-unglingar reyna við mig, fjarskyldir frændur koma mér ekki á óvart… svona eftir á að hyggja hef ég það ekki svo slæmt! 🙂

Ég get jú annars sagt frá því að á morgun er síðasti dagur þýskunámskeiðsins! Íha! Þetta námskeið er að ganga af mér dauðri, ég þoli það ekki og á hverjum degi þarf Ásgeir að stela lyklunum mínum og henda mér út úr íbúðinni svo ég fari nú alveg örugglega! Þetta er leiðinlegra en ákveðin náttúrufræðiáfangi með ákveðnum MJÓUM kennara (nefni engin nöfn, ég þekki fólk sem hefur farið illa útúr því að baktala kennara á blogginu sínu…).

Nú ætla ég að fara að gera eitthvað merkilegt. Það dugar ekki að sitja fyrir framan tölvuna allan daginn.

Þangað til næst, tschüss!

P.S. Vil benda á, svo það sé alveg á hreinu, þá verðið þið að segja ,,Tschüss“ upphátt þegar þið lesið þetta. Það er svo gaman að heyra þetta orð!

Blog Stats

  • 9.650 hits
desember 2006
M F V F F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031