Ég er í of stórum íþróttabol, buxum sem ég gekk síðast í í interrail (need I say more?), er sveitt með málningu í hárinu og klappa þrífættum ketti. Jebb, það er fimmtudagur og ég er því ekki í skólanum (og hef aldrei verið jafn leið yfir því) og hef því verið fengin af manni, sem segir að honum þykir vænt um mig (ég er farin að efast), að skafa upp dúkalím af gólfum og málningu af veggjum. Einstaka sinnum tek ég mér pásu, undir því yfirskyni af kötturinn sé athyglissjúkur. Ofan á þetta er ég þyrst en nenni ómögulega að labba útí búð að kaupa mér eitthvað að drekka.
Já, það er opinbert að ég er vælari. Eftir því sem ég man best var það ég sem talaði kærastann minn inná það að taka íbúðina í gegn. Ég tek það þó fram að ég ætlaðist aldrei til að ég þyrfti að standa í því sjálf. Til hvers að eiga kærasta, pabba, bróðir og aðra karlkyns ættingja og vini ef ekki til slíkra hluta sem þessa?
Stjáni er kominn aftur (ótrúlegt en satt, hann virðist laðast að interrail buxunum) og ég verð því að sinna greyinu.
7 athugasemdir
Comments feed for this article
nóvember 9, 2007 kl. 2:43 e.h.
Una Guðlaug Sveinsdóttir
Æ voðalega er lífið eitthvað erfitt hjá þér ;o) Ætli þetta verði nú samt ekki þess virði á endanum! Þú eignast allavega nýjan vin, hann Stjána.
nóvember 10, 2007 kl. 5:39 f.h.
siggab
i laugh in your general direction my friend…..
en hþú eignast þó nýjan vin eins og una safgði
nóvember 11, 2007 kl. 3:15 f.h.
Heiðrún
Hún Sigga var greinilega drukkin þegar hún skrifaði kommentið hér að ofan! 😉
Þegar þú talar um að skafa dúkalím af gólfum minnist ég þess þegar ég var ung og falleg (það var einu sinni), í álíka hræðilegu dressi og þú varst að lýsa hér áðan, liggjandi á gólfinu úti í bílskúr, skafandi af því ógeðslega teppið sem þar var. Það eru ekki fallegar minningar! Ég öfunda þig sko sannarlega ekki akkúrat þessa stundina! Þetta verður samt allt þess virði á endanum, þannig var það hjá mér. 🙂 Og eins og stelpurnar hafa nú þegar undirstrikað, þú eignast nýjann vin í þokkabót. 🙂
Afhverju þarftu annars að labba út í búð til þess að fá þér eitthvað að drekka? Er ekki vaskur í íbúðinni? Fátt er betra en vatn við þorsta. 🙂
nóvember 12, 2007 kl. 12:58 e.h.
Helga Auður
Af hverju ertu svona bjartsýn, Heiðrún? Ég fæ næstum illt í augun af að lesa þetta!
Sigga, þú hefur aftur hlotið viðurnefnið ,,Bakkus“, í stað hins nýja ,,Treg“.
nóvember 13, 2007 kl. 4:40 e.h.
mamma
Ég varð smá móðguð þegar ég las bloggið þitt því að þar nefnurðu karlkyns ættingja og vini sem gætu hjálpað, en hvað með þessar sem pissa sitjandi semsagt KVENFóLK.
nóvember 14, 2007 kl. 9:20 e.h.
Jón Ingvar
Hann á þetta til hann Ásgeir að pína mann áfram í einhverri tómri vitleysu. Ekki láta hann buga þig, þú getur látið hann vinna verkið, gefðu honum bara smá viskí og þá verður allt gott…
desember 16, 2007 kl. 8:29 e.h.
siggab
Nýtt blogg takk 😀