You are currently browsing the daily archive for nóvember 8, 2007.

Ég er í of stórum íþróttabol, buxum sem ég gekk síðast í í interrail (need I say more?), er sveitt með málningu í hárinu og klappa þrífættum ketti. Jebb, það er fimmtudagur og ég er því ekki í skólanum (og hef aldrei verið jafn leið yfir því) og hef því verið fengin af manni, sem segir að honum þykir vænt um mig (ég er farin að efast), að skafa upp dúkalím af gólfum og málningu af veggjum. Einstaka sinnum tek ég mér pásu, undir því yfirskyni af kötturinn sé athyglissjúkur. Ofan á þetta er ég þyrst en nenni ómögulega að labba útí búð að kaupa mér eitthvað að drekka.

Já, það er opinbert að ég er vælari. Eftir því sem ég man best var það ég sem talaði kærastann minn inná það að taka íbúðina í gegn. Ég tek það þó fram að ég ætlaðist aldrei til að ég þyrfti að standa í því sjálf. Til hvers að eiga kærasta, pabba, bróðir og aðra karlkyns ættingja og vini ef ekki til slíkra hluta sem þessa?

Stjáni er kominn aftur (ótrúlegt en satt, hann virðist laðast að interrail buxunum) og ég verð því að sinna greyinu.

Blog Stats

  • 9.650 hits
nóvember 2007
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930