Ótrúlegt en satt, en það átti sér stað skemmtilegt atvik í lífefnafræði í dag. Eftir hlé kemur kennarinn inn og segist hafa fundið síma frammi og spyr hvort að einhver hér kannist við að hafa týnt síma. Svo var ekki og heldur kennsla því áfram.
Hörður kennari er að tala um einstaklega skemmtilegt og spennandi efni þegar allt í einu… ,,Lífið er yndislegt, ó sjáðu…“ . Algjör þögn tekur við og Hörður starir á borðið og tekur svo upp bleikan blikkandi síma.
,,Halló? Já, þessi sími er hérna í Valsheimilinu. Ég fann hann á gólfinu. Já, bless.“
Eftir atvik þetta heldur tíminn áfram en… ekki lengi því söngurinn um lífið yndislega glymur við aftur og svarar Hörður því í annað sinn.
,,Halló? Já, síminn er hérna uppi í salnum. Komdu bara upp.“
Upp koma tvær, heldur vandræðalegur stúlkur. Önnur stoppar snarlega þegar hún áttar sig á að ca. 100 manns horfa á þær stöllur og glotta. Hin heldur áfram inn, eldrauð í framan með útréttar hendur. Hörður er ekkert að hafa fyrir því að ganga á móti henni heldur lætur hana ganga fram fyrir allan hópinn og standa í birtunni frá öðrum skjávarpanum þar sem stúlkan andvarpar og segir, ,,ó jesús, þetta er gaman… hehe…“. Eftir að hafa endurheimt vininn bleika hleypur hún út.
Lífefnafræðatíminn heldur áfram og ég er ekki frá því að ég sakni þess þegar lífið var yndislegt.
5 athugasemdir
Comments feed for this article
október 11, 2007 kl. 3:20 e.h.
Una Guðlaug Sveinsdóttir
Haha, hún hefur ekki búist við þessum áhorfendaskara blessunin! Það gerðist ekkert svona skemmtilegt í skólanum hjá mér í dag. Það sem komst næst því var ein stúlka sem gekk inn í Shakespeare tíma en áttaði sig snarlega á því að hún var í vitlausri stofu. Já ég veit, ekki góð saga en þú hefðir átt að sjá HVERNIG hún fór út. Næstum því kollhnís aftur á bak… you had to be there.
október 14, 2007 kl. 1:02 f.h.
Dísa
Þið ættuð sko að vera í mínum skóla, þar gerast hlutirnir. Ég fór meira að segja í sannleikann, kontor eða prósent í fyrsta sinn í möööörg ár…
október 24, 2007 kl. 9:51 f.h.
siggab
jæja góða mín, hvernig væri að koma með nýtt blogg???
nóvember 4, 2007 kl. 7:55 e.h.
Gulla
Þetta var rosa fyndið blogg 10. október elskan mín…. en er ekki kominn tími á nýtt? 😛
nóvember 6, 2007 kl. 8:22 f.h.
siggab
Ætli hún noti ekki mæspeisið sem afsökun fyrir því að þurfa aldrei aftur að blogga….