Þvílíkar kröfur alltaf sem maður þarf að standa undir. Ekki er nóg að ég neyðist til að sitja í drepleiðinlegum fyrirlestrum, læra fyrir þá og ná mér uppúr veikindum, heldur er nú líka krafa um að skrifa blogg hægri, vinstri! Mér finnst auk þess sem kvartanirnar komi úr hörðustu átt (frá manneskju sem EKKI á blogg og svo annari sem á sér þann draum að gerast fyllibytta í Þingholtunum).

Það er annars að frétta að ég á nú í vandræðum með svefn! Ástæðan er líkast til sú að ég sef fram að hádegi (þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 12:30) og svo loksins þegar ég kem mér í skólann, sofna ég þar (hver myndi svosem ekki sofa yfir efnajöfnufyrirlestrum)! Hrrmmff!