Ég hef hafið nám í Háskóla Íslands. Hingað til hef ég setið einn kynningarfund fyrir nýnema, skoðað Eirberg, keypt mér skólabækur og haft samband við Lánasjóð íslenskra námsmanna og þessu hef ég komist að: þetta verður seint talin liðlegasta stofnun Íslands.

Mental minnispunktar sem ég hef tekið síðustu tvo daga sem og svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum:

  • ,,Hvernig á ég að vita það?“ (svar starfsmanns í bóksölunni um spurningu varðandi kaup á skólabókum)
  • ,,Auðvitað er ekki útsala hér!!!“ (svar/öskur annars starfsmanns bóksölunnar þegar ég, í sakleysi mínu og góðri trú um að húmor væri líka að finna í miðbænum, sagði að greinilega væri ekki útsala hjá þeim þessa dagana)
  • ,,Skrifaðu bara eitthvað“ (svar starfsmanns LÍN varðandi umsóknir um námslán)
  • Kaupa amfetamín áður en almenn kennsla hefst til að halda sér vakandi meðan á fyrirlestrum stendur.
  • Aðalmarkmið HÍ er að skerpa heyrn nemenda með því að tala svo lágt að engin heyri í kennaranum… þó hann sé með míkrafón.
  • Annað markmið háskólans virðist vera að fækka nemendum með því að láta þá leggja eins langt frá Eirbergi og mögulegt er. Þeir muni því annað hvort drepa sig á því að reyna að hlaupa yfir gömlu Hringbrautina eða að leita að næstu gönguljósum (semsagt frjósa í hel).

Velkomin í Háskóla Íslands (sagt með flugfreyjuröddu)