Ég hef hafið nám í Háskóla Íslands. Hingað til hef ég setið einn kynningarfund fyrir nýnema, skoðað Eirberg, keypt mér skólabækur og haft samband við Lánasjóð íslenskra námsmanna og þessu hef ég komist að: þetta verður seint talin liðlegasta stofnun Íslands.
Mental minnispunktar sem ég hef tekið síðustu tvo daga sem og svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum:
- ,,Hvernig á ég að vita það?“ (svar starfsmanns í bóksölunni um spurningu varðandi kaup á skólabókum)
- ,,Auðvitað er ekki útsala hér!!!“ (svar/öskur annars starfsmanns bóksölunnar þegar ég, í sakleysi mínu og góðri trú um að húmor væri líka að finna í miðbænum, sagði að greinilega væri ekki útsala hjá þeim þessa dagana)
- ,,Skrifaðu bara eitthvað“ (svar starfsmanns LÍN varðandi umsóknir um námslán)
- Kaupa amfetamín áður en almenn kennsla hefst til að halda sér vakandi meðan á fyrirlestrum stendur.
- Aðalmarkmið HÍ er að skerpa heyrn nemenda með því að tala svo lágt að engin heyri í kennaranum… þó hann sé með míkrafón.
- Annað markmið háskólans virðist vera að fækka nemendum með því að láta þá leggja eins langt frá Eirbergi og mögulegt er. Þeir muni því annað hvort drepa sig á því að reyna að hlaupa yfir gömlu Hringbrautina eða að leita að næstu gönguljósum (semsagt frjósa í hel).
Velkomin í Háskóla Íslands (sagt með flugfreyjuröddu)
5 athugasemdir
Comments feed for this article
ágúst 30, 2007 kl. 11:32 f.h.
Stefán ungi
þú ættir greinilega að vera þér úti um SAS survival handbook …. á amazon þeir koma með póstinn upp að dyrum … vilju ekki að þú frjósir í hel
ágúst 30, 2007 kl. 11:43 e.h.
siggab
Hahahaha! Velkomin í HÍ 😉 Mætti halda að þú hafir ekkert hlustað á umkvartanir mínar um stofnunina síðasta árið eða svo. Eða hlustarðu yfirleitt á mig 🙂
Get reyndar ekki verið sammála þessu með að ekkert heyrist í kennurum. Spanó t.d. talar svo hátt að hann þarf ekki míkrafón. Ég get ekki einu sinni sofnað hjá honum. Ég kenni um óhóflegri kaffidrykkju og reykingum lögfræðipakksins. Hjúkkurnar eru e.t.v. heilsusamlegri.
Mikið verður annars gaman í vetur þegar við förum að hanga saman á Þjóbbanum 🙂
ágúst 31, 2007 kl. 2:24 e.h.
Una
Já, velkomin elskan! Vonandi ertu að hressast, því mig langar að fara að sjá þitt fagra fés! Er samt að fara úr bænum um helgina, verum í bandi.
P.S. Ekki gleyma nemendaskrá… sem virðist hata nemendur.
september 6, 2007 kl. 1:43 e.h.
Heiðrún
Hahaha, ég styð þá hugmynd Stefáns Unga um kaup á SAS Survival Handbook, það hljómar allt eins og þér sárvanti slíka bók. Annars hef ég fátt við þessu að segja þar sem ég hef enn ekki gengið í gegnum þessar raunir þínar en eins og Una þá vil ég endilega fara að sjá þitt fagra fés fljótlega, svo láttu sjá það!
PS Sigga: Helga reykir líka, drekkur, sefur allan daginn og horfir á sjónvarpið þegar hún er ekki sofandi. Ekki má heldur gleyma öllu nammiátinu. Hljómar ekki eins og hjúkkurnar séu neitt heilsusamlegri en við hin.
september 10, 2007 kl. 6:03 e.h.
Gulla
Ég virðist vera heppin í mínum afslappaða skóla, bara á röltinu um söfn borgarinnar og í sightseing 😀 ásamt óhóflega miklu djammi, ef ég segi sjálf frá.
Hef alla vega ekki drukkið svona mikið síðustu árin 😉 en við þurfum að fara að heyrast skvís, hringi í þig bráðlega 😀
kys og kram – Gulla