Ég byrjaði að pakka í dag. Tók nærri öll fötin mín úr fataskápnum og kom fyrir í töskunni. Taskan er ekki nema hálffull. Ég hugsa með mér að þetta sé nú þó nokkuð vel pakkað hjá mér. Nú á ég bara eftir að ,,skella“ restinni ofan í og þá er allt klappað og klárt. Slepp við að senda einn einasta kassa eða kaupa auka tösku. En svo fór ég að velta fyrir mér… það sem ég á eftir að setja ofan í töskugarminn er allt snyrtidraslið (alls konar hárvörur, förðunardrasl, skartgripir, hárblásari, sléttujárn, body lotion x4 o.s.frv.), 12 pör af skóm, úlpa, treflar,húfa, 2 jakkar að ógleymdri bestu vinkonu minni, Carrie Bradshaw (fyrir þá sem ekki eru nógu menningarlega sinnaðir til að vita hver það er…. þá er það karakter í Sex and the City… öllum 6 þáttaröðunum sem þarf að ferma yfir á frónið). Svo það sem ég vildi sagt hafa er: ef einhver þarf að flytja eitthvað smotterí frá Þýskalandi þá er smá pláss eftir í gáminum.