You are currently browsing the daily archive for júlí 23, 2007.

Jæja… lífið er ömurlegt!! Ég er búin að horfa á ALLA Sex and the City þættina og hef núna ekkert að gera! Can it get any worse? 😦

Ég var annars að lesa frétt á vísir.is þar sem talað var um reykingabannið. Skemmtilegt fyrirbæri! Þeir banna fólki að reykja á skemmtistöðum og veitingahúsum og senda liðið út. Allt er þetta gott mál þar sem mér finnst að þeir sem ekki reykja eigi að hafa rétt á því að skemmta sér í reyklausu umhverfi. Það sem mér finnst hins vegar fáránlegt er að þeir skuli svo sjálfir (bæði þeir sem um löggjöfina sjá og hinir sem sjá um að lögunum sé fylgt) kvarta svo yfir hávaða og mengun! Ef maður vísar liði út sem er, mögulega, í glasi þá má búast við hávaða. Ef þú vísar liði út sem reykir þá fylgja, auðvitað afgangarnir; stubbar. Hvernig væri að áður en svona lög eru sett, sé velt fyrir sér hvernig er hægt að komast hjá þessum vandamálum. Það sem fer í taugarnar á mér varðandi þessi lög er að svo virðist sem þeim hafi bara verið skellt í gegn en ekkert pælt í hvernig á að fylgja þeim eftir svo allir verði sáttir. Þetta er eins og að banna klósett og svo þegar allt er vaðandi í skít er kvartað yfir drullu og fnyk!

Blog Stats

  • 9.650 hits
júlí 2007
M F V F F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031