Ég og Ásgeir erum á leiðinni til Parísar. Ég hlakka rosalegamegasúper mikið til þar sem París er æðisleg! Ok, ég viðurkenni að ég á ekki BARA góða minningar þaðan en maður lítur nú framhjá svoleiðis. Upprunalega planið varnú að fara til Prag en… það er riginig þar þessa vikuna. Ég er búin að fá meira en nóg af rigningu enda hefur rignt hér í rúma viku. Mamma og pabbi: skilið sólinni sem ég lánaði ykkur!
Það er svosem ekkert meira sem ég hef að segja, vildi bara monta mig aðeins á að vera á leiðinni til Parísar!
4 athugasemdir
Comments feed for this article
júlí 5, 2007 kl. 8:35 e.h.
mamma
Helga mín hvað hefur þú við sól að gera, nú er enginn til að fara með út og rölta um borg og bí í marga klukkutíma nema kannski Ásgeir en hann þarf nú kannski að læra. Annars held ég að hann sé að spá smá vætu hérna svo að kannski kíkir sú gula til ykkar á meðan. Það verður kannski sól í París.
júlí 6, 2007 kl. 4:08 e.h.
Heiðrún
Ííííí… æðislegt! 😀 Reyndar var litla slúðurdrósin okkar búin að segja mér frá þessum plönum ykkar Ásgeirs, surprise! 😉 (Já, þetta var skot á þig Sigga). Helga! Hvað meinar þú?!? Ég sem hélt að atvikið með Hr. Rúnka í húsasundinu væri svooo góð minning! 😉 Kanntu ekki að meta góðar stundir? Híhí!
júlí 6, 2007 kl. 5:06 e.h.
Bakkus
Æi kommon…Helga sagði mér þetta sjálfviljug og þar af leiðandi er hún afar grandvís í þeim málum að fleiri muni vita innan skamms.
Skemmtilegt að einhverjir hafi það gaman í sumar.
júlí 9, 2007 kl. 4:39 e.h.
Una
Ég væri bitrari yfir því að þú værir í París ef ég væri ekki sjálf nýbúin að ákveða að fara til Englands í ágúst á alheimsmót skáta! Jibbíjei! :o)