You are currently browsing the daily archive for júní 28, 2007.

Það er eitt mál sem er rætt víða í bloggheiminum og á spjallsíðum Íslands í dag. Það er um hrottalegt morð á litlum hund. Hann var víst tekinn ófrjálsri hendi á Akureyri og stungið í íþróttatösku sem seinna þjónaði hlutverki fótbolta! Eins hræðilegt og þetta er blöskrar mér hvernig talað er um þetta á netinu. Flestir láta sér nægja að úthúða meintum morðingja og segja að þessi maður verði að komast undir læknishendur (geðlæknir þá) og fá dóm fyrir gjörðir sínar. Svo eru það þessir ,,hinir“… ég rakst á link inná síðu hjá manninum sem SAGÐUR er hafa gert þetta. Þar er birt mynd af drengnum og eins og það sé ekki nóg þá er fólk að kommenta í gestabókina hans. Það er vægt til orða tekið að fólk beri honum ekki hlýjar kveðjur. Þar er ein kona sem tekur svo huggulega til orða að muni hún rekast á hann í framtíðinni hafi hún það í huga að hrækja á hann og sé maður hennar með í för verði hann ekki svo góður að láta það eitt nægja. Að lokum tekur hún það fram henni sé skapi næst að beita felgulykli á óæðri endann á honum. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem sagt er í gestabók drengsins.

Það sem ég velti fyrir mér er: hvað ef þarna er verið að fara mannavillt? Hann ber algengt nafn og er ljóshærður eins og margur landinn. Þetta hefur ekki verið sannað á hann að hann hafi gert þetta. Það sem fólk getur látið útúr sér er hreint með ólíkindum! Það lá við að ég roðnaði við lesturinn, svo ljótur var orðaforði fólks. Ég hefði haldið að fólk væri betur að sér en þetta, að kalla ,,NORN“ og þjóta af stað með kyndla á lofti!

Blog Stats

  • 9.650 hits
júní 2007
M F V F F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930