Á síðastliðnum dögum hef ég komist að ýmsu um samskipti kynjanna og hvað við erum í raun að gera rangt. Hér set ég inn 2 dæmisögur sem auðvitað eru skálpskapur frá upphafi en bera ákveðinn sannleika með sér.

 Dæmisaga 1.

Kona kaupir sér nýjar flíkur. Í þetta skipið kaupir hún sér fallegan skokk, sokkabuxur og bol til að toppa lúkkið. Hún veit hún verður æðisleg. Þegar hún kemur heim sest hún í sófann, við hliðiná eiginmanninum og segir honum frá því að hún hafi keypt sér rosalega flott dress; kjól, sokkabuxur og bol og talar síðan um að þetta hafi verið mjög svo praktísk kaup hjá henni þar sem þetta passi við svo margt annað. Þegar hún  líkur máli sínu, lítur hún á karlinn sem glápir útum gluggann, rétt eins og hann hefur gert síðastliðnar mínútur. Hún spyr hann hvað sé svona merkilegt úti við. Eiginmaðurinn svarar ekki en eftir nokkurn tíma stendur hann upp og stefnir á stofudyrnar. Konan stendur upp og spyr hann hvað sé eiginlega að honum,  af hverju svari hann henni ekki. Karlinn snýr sér við í forundran og spyr kella þá hvort hann hafi nokkuð heyrt af því sem hún sagði. Karlinn svara játandi og segir hana hafa sagt að hún hefði enga hugmynd um í hvaða kjól hún ætti að fara í þessa stundina.

Dæmisaga 2.

Konu langar í úr. Hún hefur haft augastað á einu sérstöku í langan tíma, alveg hreint fleiri mánuði og talar ítrekað um það, við alla sem vilja heyra, að þetta úr muni hún eignast einn daginn. Í hverri einustu verslunarferð með eiginmanninum stoppar hún fyrir framan skartgripaverslunina og segir: ,,Mikið rosalega er þetta fallegt úr. Mig langar svo rosalega í það, ég veit það myndi fara mér rosalega vel.“ Karlinn játar og heldur göngu sinni áfram. Hálfi ári seinna kaupir konan sér úrið sjálf og segir við karlinn þegar heim er komið að hún hafi beðið nógu lengi eftir að hann gæfi sér úrið þannig að hún  hefði ákveðið að kaupa það sjálf. Karlinn er alveg hreint steinhissa og svarar að hann hafi ekkert vitað að henni langaði í úrið þar sem hún hefði aldrei beðið hann um það.

Hvað má svo læra af þessum dæmisögum? Jújú, hér er gullna reglan sem ég hef séð á næstum alltaf við.

Helsti galli kvenna er væl, suð og endalaust tal um allt og ekkert.

Helsti galli karla er að hlusta ekki að það.