Ég hef náð toppnum! Ég rakst á nafn sem ég hef aldrei, tek fram aldrei, séð eða svo mikið sem ímyndað mér að væri til! Það er ekki einu sinni á skrá yfir mannanöfn, hvorki leyfð né bönnuð. Nú hef ég eflaust gert ykkur mjög spennt (er það ekki annars?) og vona að ég valdi ykkur ekki vonbrigðum: Þórstensa… hvaðan kemur þetta stensa?
Jæja, ég hef nú ekki verið þekkt, hingað til sem mikil miðbæjarrotta. Þar af leiðandi rata ég ekki alveg nógu vel. Ég var að keyra í gamla miðbænum um daginn og beygi inn vitlausa götu og enda, einhvern veginn, á Laufásvegi. Þar sé ég voðalega sætan kött sem er að labba á gangstétt og fer ég, auðvitað að glápa á hann. Það fer þó ekki betur en svo að ég klessi næstum því á bandaríska sendiráðið, eða réttara sagt steinsteypuvirkið í kring (jafn víggirta byggingu hef ég aldrei séð). Ég bremsa auðvitað, enn í sjokki og lít þá upp og stendur þar maður í skotheldu vesti, með ljóta klippingu og starir á mig illum augum. Ég hef aldrei verið jafn fljót að bakka og koma mér í vinnu! Ég er hrædd! 😦
6 athugasemdir
Comments feed for this article
júní 9, 2007 kl. 2:47 e.h.
Heiðrún
Hahaha… þú ert snillingur Helga Auður! Farðu nú að fá þér kött, þá hættir þú kannski að stara á annarra manna ketti… og eins og þú greinilega komst að hér um daginn þá getur sú ókurteisi að stara á annarra manna ketti leitt mann í að keyra á sendiráð!
júní 10, 2007 kl. 1:26 f.h.
Bakkus
Þórstensa sjokkeraði mig ekkert mikið, kannski af því ég er svo vön Þórstínu….
Og með köttinn og bandaríska sendiráðið og manninn í skothelda vestinu…það mætti halda að þú ættir eftir allt saman eitthvað sameiginlegt með mér! (a.k.a. vandræðaleg móment) HAHAHAHAHAHAHAHA!
júní 13, 2007 kl. 4:38 e.h.
Dagmar
hahahahahahAHAHAHAHAHAHAHAH hvernig var kötturinn á litinn?
júní 13, 2007 kl. 11:35 e.h.
Helga
Bröndóttur… voða sætur…
júní 16, 2007 kl. 10:52 f.h.
Heiðrún
Ég efa það ekki!
júní 17, 2007 kl. 3:37 e.h.
Una
Haha litli hryðjuverkamaður!
Hvernig er það annars, á ekkert að koma með ferskt blogg frá Þýskalandi?