You are currently browsing the daily archive for júní 7, 2007.

Ég hef náð toppnum! Ég rakst á nafn sem ég hef aldrei, tek fram aldrei, séð eða svo mikið sem ímyndað mér að væri til! Það er ekki einu sinni á skrá yfir mannanöfn, hvorki leyfð né bönnuð. Nú hef ég eflaust gert ykkur mjög spennt (er það ekki annars?) og vona að ég valdi ykkur ekki vonbrigðum: Þórstensa… hvaðan kemur þetta stensa?

 Jæja, ég hef nú ekki verið þekkt, hingað til sem mikil miðbæjarrotta. Þar af leiðandi rata ég ekki alveg nógu vel. Ég var að keyra í gamla miðbænum um daginn og beygi inn vitlausa götu og enda, einhvern veginn, á Laufásvegi. Þar sé ég voðalega sætan kött sem er að labba á gangstétt og fer ég, auðvitað að glápa á hann. Það fer þó ekki betur en svo að ég klessi næstum því á bandaríska sendiráðið, eða réttara sagt steinsteypuvirkið í kring (jafn víggirta byggingu hef ég aldrei séð). Ég bremsa auðvitað, enn í sjokki og lít þá upp og stendur þar maður í skotheldu vesti, með ljóta klippingu og starir á mig illum augum. Ég hef aldrei verið jafn fljót að bakka og koma mér í vinnu! Ég er hrædd! 😦

Blog Stats

  • 9.650 hits
júní 2007
M F V F F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930