You are currently browsing the daily archive for júní 3, 2007.

Ég er enn að vinna við manntalið og  þótt erfitt sé að trúa því, þá hef ég einstaka sinnum gaman að. Ég var að slá inn ýmsar upplýsinar frá Sauðlauksdalssókn í Barðastrandarsýslu og kom ég að bænum Vatnsdal, en þar bjuggu hjónin Guðmundur og Helga og áttu þau þrjá syni. Þetta þætti nú ekki frá sögum færandi nema hvað… synirnir hétu Sigurður Andrjes, Sigurður og Sigurður Þór. Ég vona að í framtíðinni verði ég jafn hagsýn og þessi skötuhjú. Hver veit, kannski áttu þau hjón allt eins von á að eignast 20 stykki krakka og hver hefur svosem tíma til að finna ný nöfn á alla. Þetta er frábær tímasparnaður og stefni ég á að gera hið sama þegar ég fer að gjóta. Á sama tíma er ég svo viss um að þeir sem hafa tíma til að finna upp á nöfnum eins og Karkur, Hlökk og Kría hafi bara ekkert betra að gera en að fletta upp í orðabókum. Svo er aldrei að vita nema að eftir 5 ár eða svo verða allir svo uppteknir að fólk hafi engan tíma til að bíða eftir innblæstri og börnum verði gefin nöfn eins og Sófi, Spegill og Vaskafat.

Þetta var þó greinilega ekki alltaf svona, þ.e. að fólk hafi gefið börnunum eitt og sama nafnið sem þau urðu að deila. Sumir veltu þessu greinilega mikið fyrir sér svo niðjatal framtíðarinnar yrði skemmtilegra aflestrar. Má þar nefna bræðurna Vandráð, Torráð og Óspak (sem hafði viðurnefnið ,,spaki“). Er það bara mér sem finnst þetta hljóma eins og uppúr Tinna bók?

Ef þið hafið áhuga á að heyra meira um nafngiftir á fyrri árum, megið þið endilega taka það fram í athugasemdunum og verð ég við þessari bón. Ég hef jú aðgang að þeim allan daginn.

Blog Stats

  • 9.650 hits
júní 2007
M F V F F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930