You are currently browsing the daily archive for maí 20, 2007.

Jæja, er ekki komin tími á nýja færslu? Margt hefur gerst en svosem ekkert sem vert er að tala um. Ég er farin að vinna við innslátt manntals á Þjóðskjalasafninu, aftur. Rétt eins og áður er þetta einstaklega gefandi starf… (note sarcasm).

Annars er búið að vera mikið um afmæli, boð og partý (og allt í einu). 2-3 á helgi er mér hætt að finnast mikið. Verð þó að segja að ég hef tekið eftir því að ég er ekki 17 ennþá og svona partýstand fer illa með heilsu mína. Loksins þegar maður er orðinn ,,löglegur“ er maður orðinn of gamall fyrir þetta líferni. Tel að þetta sé alt eitt stór plott hjá ríkinu að hafa áfengisaldurinn 20 ár. Þá er fólk orðið gamalt og nennir þessu ekki lengur svo minna verður af fólki í bænum! Er það ekki annars?

Úff, ég er þreytt (ellimerki?). Best að koma sér í bælið.

Blog Stats

  • 9.649 hits
maí 2007
M F V F F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031