Er Garðabær orðin það sem ég áleit Breiðholtið eitt sinn vera? Ghetto! Var að enda við að lesa að lögregla hefði handtekið 16 manns á níunda tímanum í morgun, þegar hún var að leysa þar upp partý. Eitthvað gekk þetta brösulega þar sem fólkið neitaði að fara og fór því að þennan veg. Amfetamín og hass fannst við húsleit (áður en að ég kom að þeim kafla í greininni velti ég einmitt fyrir mér hvernig þau nenntu að vaka svona lengi, gamla ég).
Það er svo ekki of langt síðan gamalt fólk kvartaði undan því að ekki væri lengur hægt að ganga öruggur um götur bæjarins fyrir unglingahópum sem áreittu gangandi vegfarendur (fannst þetta reyndar furðulegt þar sem einu unglingarnir sem ég sé nokkurn tímann ÚTI í Garðabæ hanga fyrir utan sjoppurnar tvær).
Á mínu lokaári í FG var svo tvisvar ráðist á nemanda á skólatíma. Varð meira að segja svo fræg að verða vitni að annari árásinni sem endaði með á því að drengur lá í blóði sínu í matsal skólans. Í hinni kom skófla við sögu, drengur með opin augu og fyrrverandi, afbrýðisamur kærasti. Ekki má svo gleyma hnífabardaganum sem átti sér stað í eftirpartýi í bænum garðprúða. Eftirmálar? Litla-Hraun.
Þegar ég hafði lokið lestri fréttarinnar á vísi.is þá ,,skrollaði“ ég neðar eða að dálki þar sem lesendur geta komið með skoðanir sínar. Þar hafði einn tjáð sig og var fyrirsögnin, ,,Hvergi annars staðar“. Undir stóð svo ,,Í Garðabæ… That figures“.
Aldrei les maður um að partý í Hafnarfirði og Kópavogi séu leyst upp með sams konar afleyðingum, en búa þó, í hvorum bæ fyrir sig, helmingi fleiri en í Garðabæ. Erum við að tala um ríkidæmi turns trailer trash eða er Garðabær orðin samansafn fávita sem vita ekki hvenær nóg er nóg?
P.S. Vinir og ættingjar sem búa í Garðabæ eru undantekning… 🙂
13 athugasemdir
Comments feed for this article
apríl 19, 2007 kl. 8:44 e.h.
Bakkus
Verð reyndar að viðurkenna að ég hef aldrei orðið fyrir áreiti á förnum vegi í Garðabæ….nema kannski þegar 17 ára guttinn blístraði á eftir mér þar sem ég var á gangi, svaka foxy í dúnúlpu með vettlinga. Kannski er ég ekki að fara á réttu staðina?
Svakalegt.
apríl 19, 2007 kl. 9:42 e.h.
Helga
Ég vil ekki setja þetta í nýja færslu af ótta við að þá lesi enginn þessa. En… ég rakst á þessa slóð og vil að þið lesið. Hvað finnst ykkur skemmtilegast? Sjálfri finnst mér greiningin á ,,bleyjunni“ ansi skemmtileg.
http://panama.is/index.php?action=folkid&id=3359
Vil svo benda öllum undir 18 árum að lesa ekki.
apríl 21, 2007 kl. 9:28 f.h.
Gulla
Já það var nú gott að ég sé ekki í þessum hópi! 😉
En þetter orðið all svaðalegt þarna í Haveby……..
apríl 21, 2007 kl. 3:39 e.h.
Besta mamma
Ég fékk nú hálfgert sjokk þegar ég kíkti á síðuna. Það er kannski spurning um að benda viðkvæmum sálum á að skoða frekar einhverjar penari síður. Svo að ég tali nú ekki um úrvalið.
apríl 21, 2007 kl. 5:14 e.h.
Bakkus
Rassasleikir fékk mig nánast til að missa trúna á mannkynið….
apríl 21, 2007 kl. 7:05 e.h.
Helga
Ég tel að með því að taka fram að síðan hæfi ekki 18 ára og yngri, þá væri augljóst að þetta væri eitthvað gróft. Það er svo annað mál að ég mun seint telja þig með viðkvæmnari sálum, mamma mín… 😉
apríl 21, 2007 kl. 7:12 e.h.
Besta mamma
Eg segi nú ekki að ég hafi neitt skaðast af þessu en það eru kannski til viðkvæmari sálir en ég. En ég spyr bara. Hvað fær fólk til setja svona lagað á síður netsins????. Þetta er kannski spurning um ALDUR.
apríl 22, 2007 kl. 11:09 e.h.
Heiðrún
Jahá…!!! Ég var búin að finna upp á einhverju ótrúlega sniðugu til þess að kommenta á síðasta pistil hjá þér en svo þegar ég fór yfir í kommentin og rakst á linkinn sem þú settir þar inn gleymdi ég mér alveg og man nú ekkert um hvað pistillinn þinn var!!!
En… fólk er sjúkt! Hver býður sig fram í nauðgun?!? Or better yet… hver býður stúlku upp á það að láta nauðga sér?!? Greinilega Mr. Group Rape! Og greyið Missiceviking… hún hættir aldrei að vera gröð! Bleyjan var líka alveg yndisleg… gleymdi samt alveg að taka fram hve oft á dag hann þyrfti að láta skipta á sér! Ég ætla ekki einu sinni að fara út í það að ræða Rassasleikir en ég, rétt eins og Sigga, hef nánast misst trú á mannkynið!
apríl 22, 2007 kl. 11:20 e.h.
Heiðrún
Las pistilinn aftur, man reyndar ekki hvað ég ætlaði að segja í fyrra skiptið en…
Íbúðirnar í Breiðholtinu eru flestar litlar og það fólk sem flytur í litlar íbúðir er yfirleitt ekki fjölskyldufólk. Þar af leiðandi er mikið af ungu fólki í Breiðholtinu og fólki sem er illa statt fjárhagslega og hefur því ekki kost á neinu betra. Við þessar aðstæður myndast gettó-in venjulega. Getur verið að unga fólkið í Garðabænum búi flest við það góð skilyrði að það þarf ekki að vinna og hefur ekkert betra við tímann að gera en að brjóta lög og reglur? Getur verið að Garðbæingum leiðist?!?
Vá… ég er búin að vera í vinnunni í allan dag og er eitthvað sljó í hausnum… ég ætla að hætta núna!
apríl 23, 2007 kl. 11:08 f.h.
Helga
Var þetta sljótt svar? Ég hugsaði ,,halló, ms. Félagsfræði“!
GETUR VERIÐ að Garðbæingum leiðist? Ég tel það nokkuð VÍST.
apríl 23, 2007 kl. 1:33 e.h.
Heiðrún
Það er fátt sem ég hata meira annað en að hringja heim til þín, alla leiðina til útlanda, og fá ekkert svar! Það var einmitt það sem ég gerði fyrir þremur mínútum síðan!!!
apríl 23, 2007 kl. 2:34 e.h.
Bakkus
Meira að segja meira en þegar frökenin er sofandi?
apríl 23, 2007 kl. 4:41 e.h.
Heiðrún
Ég ætlaði að segja ,,já“ við spurningunni þinni hér að ofan Sigga mín en svo rifjuðust upp fyrir mér minningar af geðvonskulegum tónum Helgu þegar hún er nývöknuð og þá sérstaklega þegar maður hringir í hana þegar hún er sofandi! Ég hef því ákveðið að þakka henni Helgu fyrir það, að hafa ekki verið heima sofandi þegar ég hringdi. 🙂
Takk Helga mín, fyrir að vera ekki sofandi heima hjá þér þegar ég hringdi! 🙂