You are currently browsing the daily archive for apríl 19, 2007.

Er Garðabær orðin það sem ég áleit Breiðholtið eitt sinn vera? Ghetto! Var að enda við að lesa að lögregla hefði handtekið 16 manns á níunda tímanum í morgun, þegar hún var að leysa þar upp partý. Eitthvað gekk þetta brösulega þar sem fólkið neitaði að fara og fór því að þennan veg. Amfetamín og hass fannst við húsleit (áður en að ég kom að þeim kafla í greininni velti ég einmitt fyrir mér hvernig þau nenntu að vaka  svona lengi, gamla ég).

Það er svo ekki of langt síðan gamalt fólk kvartaði undan því að ekki væri lengur hægt að ganga öruggur um götur bæjarins fyrir unglingahópum sem áreittu gangandi vegfarendur (fannst þetta reyndar furðulegt þar sem einu unglingarnir sem ég sé nokkurn tímann  ÚTI í Garðabæ hanga fyrir utan sjoppurnar tvær).

Á mínu lokaári í FG var svo tvisvar ráðist á nemanda á skólatíma. Varð meira að segja svo fræg að verða vitni að annari árásinni sem endaði með á því að drengur lá í blóði sínu í matsal skólans. Í hinni kom skófla við sögu, drengur með opin augu og fyrrverandi, afbrýðisamur kærasti. Ekki má svo gleyma hnífabardaganum sem átti sér stað í eftirpartýi í bænum garðprúða. Eftirmálar? Litla-Hraun.

Þegar ég hafði lokið lestri fréttarinnar á vísi.is þá ,,skrollaði“ ég neðar eða að dálki þar sem lesendur geta komið með skoðanir sínar. Þar hafði einn tjáð sig og var fyrirsögnin, ,,Hvergi annars staðar“. Undir stóð svo ,,Í Garðabæ… That figures“.

Aldrei les maður um að partý í Hafnarfirði og Kópavogi séu leyst upp með sams konar afleyðingum, en búa þó, í hvorum bæ fyrir sig, helmingi fleiri en í Garðabæ. Erum við að tala um ríkidæmi turns trailer trash eða er Garðabær orðin samansafn fávita sem vita ekki hvenær nóg er nóg?

 P.S. Vinir og ættingjar sem búa í Garðabæ eru undantekning… 🙂

Blog Stats

  • 9.650 hits
apríl 2007
M F V F F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30