You are currently browsing the daily archive for apríl 18, 2007.

Ég ákvað að skrifa blogg. Slæ inn slóðina á wordpress en upp kemur grá, tóm síða með headernum Willis & Associates. Ég hafði slegið inn workshop. Guð einn veit af hverju (ég er reyndar með hugmynd, mig langar í undirmeðvitundinni að vinna svo ég geti verslað meira).

Eins og kom fram í síðustu færslu þá leiðist mér stundum. Ég var því voða sniðug að prófa að gera svona landakort sem sýnir hvert ég hef farið. Komst svo að því að þetta er ekkert gaman. Allir hafa ferðast meira en ég! Nema kannski Ásgeir en hann HATAR að ferðast svo hann telst ekki með!  Unu kort fyllir upp hálfan heiminn og hún hefur farið til Afríku! Samt bjó hún á Akureyri (smá fordómar, ég veit).

Ef á að tala um eitthvað fallegt og skemmtilegt get ég svosem reynt það líka. Við Ásgeir fórum ásamt Ekka og Ditu í bíltúr og göngutúr að skoða blómin vaxa (fórum í samskonar ferð í haust, nema þá var horft á laufin falla). Tók fullt af myndum enda gullfallegt þar sem við vorum (er meira að segja orðin pínu brún þar sem sólin fór hamförum :)).

Í gær kom svo pabbi Ásgeirs í heimsókn og ætlar að hann að vera hjá okkur í viku. Þegar við hittum hann á lestarstöðinni var ákveðið að eyða engum tíma og fara beinustu leið í bæinn. Við göngum aðeins um miðbæinn og förum inní nokkrar búðir. Að lokum komum við að stórri verslun sem er á 3 hæðum. Fyrstu 2 er með kvenmannsfötum en sú 3. með karlmanns- og barnaföt. Feðgarnir fara uppá 3. hæð og ég á 2. hæð þar sem ég byrja strax að skoða. Tíminn líður og eftir þónokkrar mínútur fer ég að velta fyrir mér hvort þeir hafi farið úr búðinni án mín þar sem ég var þegar búin að labba um í 10 mínútur og enginn (aka Ásgeir) var farinn að labba á eftir mér með þreytusvip. Ég hleyp hrædd upp á 3. hæð og þarf ekki að litast um lengi áður en ég sé þá feðga skoða föt, með bros á vör! Einu búðirnar sem ég hef áður séð Ásgeir brosa inní eru bílasalan og dótabúðin (við hilluna þar sem bílarnir eru). Ég vona að hann læri af föður sínum sem fyrst! Reyndar… sagði Ólafur að hann hefði lært þetta þegar hann eignaðist börn… hmmm. Er einhver til í að lána mér sitt/sín í smá tíma? 🙂

Blog Stats

  • 9.650 hits
apríl 2007
M F V F F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30