You are currently browsing the daily archive for apríl 14, 2007.

Jæja, það er þá loksins að maður nennir að skrifa eitthvað. Ég verð að tilkynna þér það Sigga mín að Kurt kom ekki í dag, alla vega ekki meðan ég var heima. Ég og Ásgeir eyddum annars rúmum klukkutíma í garði hér rétt hjá, þar sem við sleiktum sólina og þessar 30°c sem hún sendi okkur! Þegar okkur var farið að líða illa vegna snjóleysis ákváðum við að leggja krók á leið okkar heim og koma við í búðinni og splæsa á okkur smá ís. Jammí!

 Anywho… alla síðustu viku vorum við í Burg Rieneck með öðrum skátum hvaðanæva úr heiminum. Það sem kom mér hvað mest á óvart var að ég skemmti mér vel og að skátar eru líka fólk! Þetta hafði meira að segja þau áhrif á mig að ég íhuga alvarlega að koma mér í einhvers konar skátastarf (ekki segja hinum skátunum en ástæðan er að ég vil fara aftur á næsta ári…).

Ég hef ekki frá miklu að segja eins og er. Kannski heilladísinn heimsæki mig í kvöld og segi mér eitthvað skemmtilegt sem ég get síðan sagt ykkur frá þegar ég nenni. Ahh jú! Ég er að fara að búa til myndasíðu þar sem ég set inn myndir sem ég hef tekið hér í Þýskalandi. Skrifa veffangið á eftir inná síðuna, hérna til vinstri. 

Blog Stats

  • 9.650 hits
apríl 2007
M F V F F S S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30