Mig langar í klippingu! Klippa það rétt fyrir ofan axlir (eins og það var), fá mér slatta af styttum og fara í strípur. Svo langar mig líka að fá mér hamborgara á Pylsubarnum í Hafnarfirði og fá bragðaref á Skalla á eftir (veit að það heitir ekki Skalli lengur, hef bara ekki hugmynd um hvað ,,nýja“ nafnið er). Mig langar líka rosalega til að fara á kaffihús með stelpunum mínum. Ég var að horfa á Sex And The City og það var svaka tónlist í þættinum og nú langar mig á djammið með Önnu. Það er líka ótrúlegt hvað Miranda minnir mig á Beggu frænku.
Ok. Biðst afsökunar á þessu þarna fyrir ofan. Þurfti bara að koma þessu frá mér. Hef svosem ekki frá neinu merkilegu að segja. Nema jú… eins og alltaf þá langar mig í eitthvað nýtt (og þá meina ég fyrir utan bolina þrjá sem ég keypti áðan) og í þetta skiptið hafa gleraugu orðið fyrir valinu. Gallinn er auðvitað sá að slíkir gersemar eru rándýrir. En… ég hef fundið hina fullkomnu lausn. Kaupa þau annars staðar en á Íslandi. Við Ásgeir álpuðumst inní gleraugnabúð í dag og DÝRUSTU gleraugun sem ég fann (voru meira að segja svo flott að þau voru læst inni í glerskáp) kostuðu 259 evrur!!! Þetta var heldur ekki nein slorbúð með slormerki. Þetta voru Dloce & Gabbana gleraugu! Svo var svona tilboð í gangi. 2 stykki á verði eins, svo lengi sem annað settið (gler + umgjörð) kostaði 99 evrur eða meira. Það lá við að ég fengi hamingjuflog! Það er næstum sama og ómögulegt að ganga inní gleraugnaverslun á Íslandi og koma út með gleraugu (með gleri í) og vera ekki nema 8700kr. fátækari. Hvað þá ef manni vantar 2 stykki!
Ég get víst verið ánægð þó ég geti ekki (ok, þori ekki) farið í klippingu, keypt mér almennilegan hamborgara eða fengið bragðaref. Nei, ég hef ákveðið að spara og kaupa mér gleraugu í staðinn! 🙂
8 athugasemdir
Comments feed for this article
mars 31, 2007 kl. 12:45 e.h.
Una
Hang in there baby, það er svo stutt þar til þú kemur heim! Annars getum við alltaf skroppið í Brynju á þyrlunni ;o)
Ég keypti mér einmitt Dolce & Gabbana gleraugu um daginn. Ég ætla ekki að segja hvað þau kostuðu… samt fékk ég 25% afslátt því þau verða sótt í Leifsstöð fyrir mig! En það var þess virði því mín eru tvíbrotin og ég er farin að fíla mig nett eins og Harry Potter wannabe…
mars 31, 2007 kl. 1:20 e.h.
Bakkus
Elsku ljúfan, þú veist að þegar þú kemur heim (þessi mánuður verður skotfljótur að líða) þá er ég alltaf til í kaffihús með þér 🙂 og líka sveittan hamborgara og bragðaref. Verð meira að segja ekki í prófalestri í maí svo þetta verður mjög nett allt saman.
Væri til í ný gleraugu líka en augnlæknirinn minn (og mín létta budda) er með einhvern mótþróa. Dolce&Gabbana svíkur engan….
mars 31, 2007 kl. 2:23 e.h.
Heiðrún
Ég lofa að koma með þér og auralausa veskinu mínu á pylsubarinn, í einn sveittann, og í Skalla þar sem við fáum okkur eitt stykki bragðaref þegar þú kemur heim. 🙂 Svo drögum við stelpurnar hana Önnu með okkur á djammið! 😀
Gleraugun mín eru einmitt ógó flott… kannski ekki alveg nógu skýr en þau eru Dolce & Gabbana! 😀
apríl 9, 2007 kl. 8:16 e.h.
Bakkus
Það er sko kominn tími á nýtt blogg! Ég, sem hef ekkert til að skrifa um, blogga meira en þú sem hefur upplifað heilt skátamót!
apríl 11, 2007 kl. 12:32 f.h.
Una Guðlaug Sveinsdóttir
Já hvernig væri að koma með nýja færslu um skátamótið? Myndir eru líka alltaf hressar :o)
P.S. Ég ákvað að ljúka stormasömu sambandi mínu við blogger.com og er komin yfir í wordpress!
apríl 12, 2007 kl. 11:13 e.h.
siggab
Ástkær vinkona Helgu Auðar Gísladóttur, sem hér verður kölluð H, hefur lagt fram kröfu á hendur H. Aðalkrafa er ferskt og fyndið blogg upp á 3460 orð, varakrafa ferskt og fyndið blogg upp á 3457 orð. Skv. 2.mgr.34.gr.skbl. skal krafan uppfyllt innan 26 klukkustunda ella verður beitt beinni fógetaaðför, skv. 6. mgr. 3.gr.stjsl., verður gerð að heimili H, Peterastrasse 1, hæð 5, miðjuíbúð, og fartölva H og öll skópör gerð upptæk. Vísað er í kröfunni til fordæma, m.a. Hrd.1976 (Ölvun flugstjóra). Eðli máls samkvæmt….
*hér er Sigga dregin burt af Löbbanum í spennitreyju*
apríl 13, 2007 kl. 10:47 e.h.
Bakkus
ÍTREKUN: Eftir rúmar 3 klukkustundir mun frestur H renna út. Hefur S gert viðeigandi ráðstafanir við Kurt Heineken fógeta Nürnberg.
Mikinn djöfull get ég nú verið fyndin.
apríl 14, 2007 kl. 10:49 f.h.
Gullan
Já helga mín.. nú man ég ekki hvað ég ætlaði að skrifa 😛 haha
Jú!! mig langar rosalega mikið i klippingu líka en eins og þú þá er ég ekki að fara að treista útlendingum fyrir mínu very important hári 😀
Svo að við erum bara tvær óklipptar!