Mig langaði aðeins til að breyta útlitinu á síðunni minni. Hvernig finnst ykkur? Annars á ég við lítið vandamál að stríða og það er að mig langar í nýjan haus (myndin á topp síðunnar). Vandamálið er að ég veit nákvæmlega hvaða mynd ég vil nota en til þess þarf ég þó leyfi frá ákveðinni manneskju… Heiðrún? Ég held þú vitir hvaða mynd ég á við…
Blog Stats
- 9.650 hits
7 athugasemdir
Comments feed for this article
febrúar 25, 2007 kl. 3:01 e.h.
Heiðrún
Ég veit ekki hvaða mynd þú ert að tala um en það er eins gott fyrir þig að þú sért ekki að tala um ákveðna mynd tekna af mér í einhverju krummaskuði í interrail! Ef svo er þá er svarið NEI!
febrúar 25, 2007 kl. 7:21 e.h.
Bakkus
hahahahahahaha……..notaðu myndina án leyfis, heíðrún getur ekki náð þér 😉
Nei svona í alvöru mæli ég mun frekar með myndinni sem pabbi tók af okkur fyrir framan Leifsstöð.
Er þessi mynd af sérstökum bar í Prag?
febrúar 25, 2007 kl. 7:22 e.h.
Bakkus
myndin núna sko
febrúar 25, 2007 kl. 8:06 e.h.
Helga
Þessi mynd er tekin á sérstökum bar í Prag, já. Ég hef hins vegar ekki myndina fyrir framan Leifsstöð þar sem ég er ekki með myndirnar frá ykkur inná tölvunni minni. Get þ.a.l. ekki notað þær. Svo held ég líka að það kæmi ekkert allt of vel út þar sem öll myndin kemst ekki fyrir heldur þarf að kroppa hana.
Ástæðan fyrir því að ég vil nota myndina af Heiðrúnu er að þegar búið að kroppa hana er þetta geðveik mynd.
febrúar 25, 2007 kl. 8:14 e.h.
Heiðrún
Ég var hálf geðveik á myndinni já og þessi mynd vekur allt annað en góðar tilfinningar! Notaðu mynd af sjálfri þér Helga Auður!
febrúar 26, 2007 kl. 12:28 e.h.
Bakkus
Ég held því miður að engum finnist hún geðveik nema þér og mér. Mér finnst hún eiginlega bara flott af því hma finnst hún hryllileg. Svona svipað og eðlu-svitamyndin af mér.
febrúar 26, 2007 kl. 5:36 e.h.
Una
Mér finnst nýja útlitið fínt :o) Persónulega er ég orðin rosalega forvitin að sjá þessa margumræddu mynd!