Ég hef hlotið þann titil að vera versta systir EVER! Ég rakst á bloggsíðu Valdimars og vinar hans… ég las það sem þeir höfðu skrifað og meðal þess var ,,allir sem koma á þessa síðu verða að kvitta í gestabók“. Ég tók hann á orðinu og hef eflaust komið því til leiðar að vinir hans og kunningjar sem lesa síðuna eiga eftir að hlæja… að honum! Ég er svo vond! En ég bara hreinlega réð ekki við mig. Kvikindið kom upp í mér og orð/nafn eins og Daddmar dúddilíus voru skrifuð!
Á ég einhverja von um veru í Himnaríki eftir þennan glæp sem ég hef framið?
3 athugasemdir
Comments feed for this article
febrúar 19, 2007 kl. 10:58 e.h.
Una
Hahaha! Eftir þessa uppljóstrun verður erfiðara fyrir þig að halda því fram að „Dísuatvikið“ fræga hafi verið óvart 🙂
febrúar 20, 2007 kl. 12:15 f.h.
Heiðrún
Hahahahaha… held að gullna hliðið sé í órafjarlægð frá þér litli púkinn þinn!!! 😀
febrúar 20, 2007 kl. 10:19 f.h.
Bakkus
Við þitt eigið hold og blóð. Þér er ekki viðbjargandi.
Held það sé nú bara lyftan niður fyrir þig 😦