You are currently browsing the daily archive for febrúar 13, 2007.

Jæja, ég er komin til lands Þjóðverjanna, enn og aftur. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig. Ég var m.a.s. svo heppin að fá heila sætaröð útaf fyrir mig þannig að ég nældi mér bara í teppi og kodda og lagði mig. Ásgeir beið mín svo á flugvellinum, en vinur hans var einmitt að fara heim til Íslands með sömu flugvél og ég kom með.

Það er annars ekki frá mörgu að segja… við fórum reyndar í miðbæinn í dag og rétt eins og alltaf, átti ég ekki í vandræðum með að rata!

Vá, ég hef nákvæmlega ekkert að segja. Ef mér dettur eitthvað í hug kem ég hingað og skrifa um það!

Tschüss!

Blog Stats

  • 9.644 hits
febrúar 2007
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728