You are currently browsing the daily archive for febrúar 2, 2007.

Eins og flestir sem hafa hitt mig vita, þá er ég ekki hin þolinmóðasta. Ég finn mér ætíð eitthvað nýtt til að pirra mig í hverri viku. Strætisvagnar hljóta hinn vafasama titil; pirringur vikunar, í þetta skiptið.

Ég hef tekið upp þann sið að hitta Bakkus (aka Sigga) í hádegishléunum mínum og fáum við okkur eitthvað gott í gogginn, spjöllum og höldum svo aftur á vit ævintýranna. Þar sem ég löt (tel mig ekki þurfa fara nánar út í það…) þá keyri ég auðvitað niður í bæ þar sem ég get auðvitað ekki látið nokkurn mann sjá mig leggja á mig göngutúr! Þetta væri ekki frásögum færandi nema hvað ég keyri alltaf niður alla Hverfisgötuna og legg niður við Kolaport. Nú, eftir heila viku af þessum stuttu bíltúrum mínum hef ég komist að því að strætó keyrir ALLTAF niður Hverfisgötuna á sama tíma og ég. Allir sem nokkurn tíman hafa keyrt á eftir strætó vita að það er næstum sama og dauðarefsing en ekkert, ó ekkert er eins og að keyra á eftir þeim niður hina áðurnefndu götu. Ég hef talið, án gríns, hversu mörg stopp eru og já, þau eru hvorki meira né minna en þrjú! Eins og það sé ekki nóg þá stoppar hann á hverri einustu í langan tíma! Það lítur nefnilega út fyrir að allir þeir sem notast við strætisvagnaþjónustu Reykjavíkur og nágrennis búi eða vinni í grennd við Hverfisgötuna. Allir 12!! Það hefur tekið mig 10 mínútur að komast þenna stutta spotta bara vegna strætó! Svo slæmt var þetta orðið að ég íhugaði að leggja bílnum og ganga restina!

Þetta er svo sem ekki það eina við Hverfisgötu-strætóin sem fer í mínar fínustu. ,,Skipulagsmeistarar“ Strætó hafa nefnilega, greinilega eftir mikla umhugsun (EKKI), ákveðið að best væri að koma stoppistöðvunum fyrir rétt við umferðarljós svo það væri nú alveg öruggt að saklaust fólk (ég í þessu tilfelli) sitji fast á miðjum gatnamótum á rauðu ljósi með aðra bíla flautandi á sig! PIRR!!!

Blog Stats

  • 9.650 hits
febrúar 2007
M F V F F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728