Ég man glöggt eftir því að í grunnskóla voru haldnar brunaæfingar. Allir krakkarnir sátu í tíma og, allt í einu, glumdi í bjöllunni og allir þustu út. Ég man einnig hvað ég var orðin pirruð á þessu þegar maður hljóp út í kulda og krap þó allir vissu að það væri bara verið að athuga hvort þetta virkaði. Þessi pirringur hefur greinilega haft þau áhrif á mig að ég læt ekki gabbast svo auðveldlega (eða myndi einfaldlega brenna inni ef ekki væri um gabb að ræða).
Í dag sat ég í stól fyrir framan tölvuna í vinnunni og var í Minesweeper (já, ég veit hvernig þetta kemur út, en sagan er bara svo lýsandi fyrir leti mína að ég verð að segja hana, þó ég eigi í hættu á uppsögn!). Í miðjum leik byrjar eitthvað klingur og ég verð pirruð. Mér dettur þó ekki í hug að standa upp! Eftir ca. mínútu gefst ég upp, loka Minesweeper og labba inn í herbergi yfirmannsins og spyr hvort þetta sé brunabjallan. Já, svarar hann að bragði og útskýrir fyrir mér að þetta komi stundum fyrir vegna slýpibekkja hinum megin í húsinu og að það hljóti einhver að athuga hvort það sé nokkuð eldur og ef svo er, þá verðum við látin vita. ,,Ok“, svara ég og sest aftur, rosalega pirruð út í sjálfa mig fyrir að hafa virkilega LOKAÐ Minesweeper! Látin vita? Er það ekki tilgangur brunabjölluna; að láta okkur vita að það sé kviknað í???
Það sem ég er að reyna að koma tilskila með þessari sögu (og þá meina ég annað en að ég er löt og, að því er virðist miðað við viðbrögð mín, heimsk!) er að skólar ættu ekki að nota brunabjölluna svona ítrekað í kvalarþorsta sínum. Það hætta allir að taka mark á þessari bjöllu og hún verður eins og hvert annað lag í útvarpinu!
P.S. Ég ætti kannski líka að taka það fram að þetta var ekki einhverjum slípibekk að kenna. Samstarfskona okkar kveikti í brauði í brauðristinni! Hver veit, það hefði getað farið illa!
8 athugasemdir
Comments feed for this article
janúar 27, 2007 kl. 5:47 f.h.
Bakkus hin Fagra
FYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLIIIIIIIIIIIBBBBBBBBBBBYTTTTTTTTTTTTTTTAAAAAAAAAAAAAA!
Hahahahahahahahahahahahahahahaaaaaaa…..
ég er farin að sofaaaaaa
brunabjöllur rokka feitast sko skilturru.
janúar 27, 2007 kl. 12:01 e.h.
Bakkus hin Fagra
Stundum er ég hissa á sjálfri mér…
janúar 27, 2007 kl. 2:56 e.h.
Dísa
Þetta komment frá Siggu minnti mig óþægilega á bloggið, og þó aðalega kommentin sem ég skrifaði þegar ég kom heim í nótt… Why?
janúar 27, 2007 kl. 4:30 e.h.
Una
Haha, fyllerískomment, fyllerísblogg, fyllerístölvupóstur, -símtöl og -sms! I’ve done it all! Alltaf jafn hresst 🙂
janúar 27, 2007 kl. 4:54 e.h.
Helga
Takk sömuleiðis fyrir skemmtilegt kvöld, stúlkur. Reyndi sjálf að halda mér á mottunni eftir að ég kom heim í morgun. 🙂
janúar 30, 2007 kl. 1:45 f.h.
Heiðrún
Ég er þér fyllilega sammála með brunavarnirnar Helga, aldrei tek ég mark á þeim þegar þær fara í gang!
Haha… talandi um forskeytið ,,fylli-“ þá var fylleríið um síðustu helgi æ-ð-i! 🙂
Sé að sumir fyllerísmeðlimir hafa kommentað fyllerískomment… gaman að því. 🙂
Annars segi ég eins og Helga… takk fyrir kvöldið stúlkur!
febrúar 1, 2007 kl. 6:19 e.h.
Dísa
Hey hey hey, stelpukvöld heima hjá mér næstu helgi! Bolla og eitthvað meðlæti og vinkonur úr öllum áttum! Ef til vill miðbæjarferð um síðir… Nánari upplýsingar eins fljótt og ég get en ef annað hvort kvöldið hentar þér betur láttu þá vita sem fyrst og ég reyni…;)
febrúar 1, 2007 kl. 6:24 e.h.
Dísa
Svona í tilefni 21. ársins:)