Ótrúlegt en satt! Þjóðakjalasafnið er ágætis staður. Hér vinnur áhugavert og hresst fólk sem fylgist líka með gengi íslenska liðsins í handbolta og er sammála mér um að óþarfi sé að eiga risastóra jeppa þegar maður býr í höfuðborginni (og fer jafnan ekki úr henni). Fordómar mínir hafi vikið til hliðar sem stendur.

Annað áhugavert héðan frá Laugaveginum… vissuð þið að hér á árum áður var mjög töff að heita Filippus? Nú er ég ekki að reyna að gera grín að þeim sem, í dag, heita þessu ágæta nafni (ok, kannski pínu) en samkvæmt manntali frá 1901 var allavega einn Filippus á hverju heimili í Oddasókn og Stórólfshvolssókn! Merkilegt nokk!

Nú, ég geri mér fulla grein fyrir því að með því að fjalla um gömul manntöl hér, er ég að hætta á að mitt blogg verði eins og hennar Siggu (,,fjalla um eitthvað sem bara mér og mínum fellow lummó lögfræðinemum finnst gaman að lesa… t.d. sifjaréttur, híhí!“). Ég ákvað hins vegar að taka áhættuna þar sem ég trúi að nafnið Filippus eigi eftir að slá í gegn innan nokkurra ára. Móðir mín segir jú, að tískan gangi í hringi! Auk trúi ég ekki öðru en þið hafið gaman að þessari nafnleit minni. Það er jú aldrei að vita nema ég finni annan Kaðal! (Fyrir þá sem ekki vita þá komst ég að því fyrir nokkrum árum að fyrir u.þ.b. 1000 árum bjó maður á þessu landi er bar hann nafnið Kaðall Bjálfason. Mér er mjög hlýtt til þessa nafns!)

Jæja, best að halda áfram að vinna. Ekki vil ég að mafían taki mig í gegn!