Ótrúlegt en satt! Þjóðakjalasafnið er ágætis staður. Hér vinnur áhugavert og hresst fólk sem fylgist líka með gengi íslenska liðsins í handbolta og er sammála mér um að óþarfi sé að eiga risastóra jeppa þegar maður býr í höfuðborginni (og fer jafnan ekki úr henni). Fordómar mínir hafi vikið til hliðar sem stendur.
Annað áhugavert héðan frá Laugaveginum… vissuð þið að hér á árum áður var mjög töff að heita Filippus? Nú er ég ekki að reyna að gera grín að þeim sem, í dag, heita þessu ágæta nafni (ok, kannski pínu) en samkvæmt manntali frá 1901 var allavega einn Filippus á hverju heimili í Oddasókn og Stórólfshvolssókn! Merkilegt nokk!
Nú, ég geri mér fulla grein fyrir því að með því að fjalla um gömul manntöl hér, er ég að hætta á að mitt blogg verði eins og hennar Siggu (,,fjalla um eitthvað sem bara mér og mínum fellow lummó lögfræðinemum finnst gaman að lesa… t.d. sifjaréttur, híhí!“). Ég ákvað hins vegar að taka áhættuna þar sem ég trúi að nafnið Filippus eigi eftir að slá í gegn innan nokkurra ára. Móðir mín segir jú, að tískan gangi í hringi! Auk trúi ég ekki öðru en þið hafið gaman að þessari nafnleit minni. Það er jú aldrei að vita nema ég finni annan Kaðal! (Fyrir þá sem ekki vita þá komst ég að því fyrir nokkrum árum að fyrir u.þ.b. 1000 árum bjó maður á þessu landi er bar hann nafnið Kaðall Bjálfason. Mér er mjög hlýtt til þessa nafns!)
Jæja, best að halda áfram að vinna. Ekki vil ég að mafían taki mig í gegn!
7 athugasemdir
Comments feed for this article
janúar 23, 2007 kl. 12:39 e.h.
Bakkus hin Fagra
Þannig verður það…..frumburður þinn mun heita Kaðall/Kaðla. Eða skárra (samt slæmt), Filippus/Filippía. Því miður. Grey barnið. Þannig eru bara örlögin, ég fékk vitrun hérna yfir bókinni minni fögru.
Næst þegar ég skrifa blogg ætla ég að hafa það svo súper-über-dúper skemmtilegt og hresst og frumlegt að enginn mun nokkurn tímann nenna að skoða þitt aftur. Og hananú!
Jæja, ég ætla að halda áfram að röfla við þig á MSN.
janúar 23, 2007 kl. 12:44 e.h.
Helga
Til útskýringar á kommenti frá Siggu vil ég taka fram að í þessum skrifuðu orðum erum við að rífast á msn um hvor sé betri penni og hvort það sé kostur eða ekki að vera háfleygur!
Ef þið hafið eitthvað um það að segja, endilega tjáið ykkur!
janúar 23, 2007 kl. 6:04 e.h.
Heiðrún
En það er ekki nema rúm öld síðan árið 1901 var! Var langafi minn virkilega uppi á tímum Filippusar? Merkilegt nokk. 😉
Og yfir í komment Helgu hér að ofan; Ég ætla ekki að segja ykkur hver ykkar er betri penni að mínu mati þar sem það getur komið mér í mikil vandræði.
Það sem ég get hinsvegar sagt ykkur er að að mínu mati er gott að hafa hæfileikann til þess að vera háfleygur en ekki svo gott að nota hæfileikann of mikið. Sem dæmi um ofnotkun á hæfileikanum er pistillinn ,,Lítil og hversdagsleg saga úr gráum raunveruleikanum“ sem skrifaður var af henni Sigríði Birtu þann 18. janúar síðastliðinn. Tek fram að þó svo að pistlahöfundurinn sé Sigga þýðir það ekkert endilega að Helga sé betri penni.
Ef ég ætti að velja á milli OF háfleygs pistils eða algjörlega NONE háfleygs pirstils myndi ég velja NONE pistilinn vegna þess að OF háfleygur pistill getur orðið grobblegur og yfirborðslegur.
janúar 24, 2007 kl. 9:14 f.h.
Helga
In your face, wannabe-lawyer!
janúar 24, 2007 kl. 2:29 e.h.
Bakkus
Bíddubíddu bíddu….. síðan hvenær fórum við að taka mark á Heidd-Peidd? Hahahaha…..djóóók….
Þessu er ekki lokið enn.
janúar 24, 2007 kl. 8:23 e.h.
Gulla
he he þið eruð merkilegar stúlkukindur! 😀
janúar 25, 2007 kl. 12:08 f.h.
Una
Kaðall? Hvar var mannanafnanefnd? 😉
Varðandi þessa umræðu ykkar, þá gildir að vera ekki tilgerðarlegur, sem mér finnst stundum fylgja því að vera háfleygur. En almennt séð fer þetta eftir persónulegum stíl hvers og eins og hversu góður penni viðkomandi er.
Annars finnst mér bloggið þitt yfirleitt afar skemmtilegt aflestrar 🙂 (lesist: plís ekki meiða mig í Jiu Jitsu á morgun)