Jæja, ég get ekki sofið. Þetta er mér mikið áfall þar sem, hingað til, hef ég aldrei átt í vandræðum með svefn. Ástæðan gæti verið sú að ég hef nákvæmlega ekkert að gera og sef þar af leiðandi langt fram eftir degi! Kannski þetta þýði að ég sé orðin ,,fullorðin“. Ég las jú, ekki fyrir svo löngu að það að geta ekki sofið endalaust væri merki um að líkaminn væri orðinn ,,fullorðinn“. Velti samt fyrir mér hvort að það þýði þá líka að afi minn sé ennþá unglingur. Kannski ég ætti að nefna þetta við hann, hann yrði eflaust ánægður! 🙂
Það er annars að frétta að enn einu sinni hef ég tekið ákvörðun um hvað ég ætla að gera á næstu mánuðum. Ég ætla hins vegar ekki að nefna hver niðurstaðan er þar sem hún gæti hæglega verið önnur á morgun… ég þekki sjálfa mig, draumóramanneskjuna! Sem dæmi má nefna að ég og Silja ,,ákváðum“ þegar við sátum saman á bílprófsnámskeiði að fara til Suður Afríku á næstu mánuðum. Tvö ár eru liðin og hvorug er farin ennþá!
Þegar ég les færsluna yfir sé ég að ég er að fá svona brainstorm. Það er nákvæmlega ekkert samhengi hjá mér. Kannski ég ætti bara að segja frá öllu sem ég hef gert í dag! Reyndar, svona eftir á að hyggja, væri það ekki svo gáfulegt þar sem það gæti leitt til þess að enginn myndi skoða þessa síðu aftur, svo áhugavert er iðjuleysi mitt þessa dagana! NOT!
Vá, þetta er svoleiðis að fara úr böndunum hjá mér núna…. best að drífa sig í að ýta á Publish áður en ég stroka þetta allt út!
4 athugasemdir
Comments feed for this article
janúar 11, 2007 kl. 2:37 f.h.
Heiðrún
Velkomin í hópinn Helga Auður Gísladóttir.
Klukkan er núna nákvæmlega 02:31 að nóttu til og ég er búin að fara að sofa eða gera tilraun til þess að sofna án árangurs! Ég lagðist upp í rúm fyrir rúmum klukkutíma síðan og var að skríða fram úr rétt í þessu!
Ég væri ef til vill þreytt, eins og annað fólk, ef ég hefði virkilega eytt deginum í dag í eitthvað annað en… tja, ekkert!
Við ættum kannski að stofna næturfundi?! Svona svo við tvær hefðum eitthvað að gera á meðan annað fólk sefur?!
janúar 11, 2007 kl. 11:28 f.h.
Bakkus
Ó æ fíl jú! Reyndar er ég ekki beint auðnuleysingi þar sem ég er í krefjandi námi (sem er bæ ðö vei orðið geggjað skemmtilegt á þessari önn, var áðan í fyrirlestri um hjúskaparslit 🙂 sé fram á dramatískan feril sem skilnaðarlögfræðingur biturra húsmæðra eins og í DH). En þið vitið….ég á engan pening sem ég get kallað minn og ekkert að gera nema læra, hanga yfir kaffibolla og blaðra, og hanga í tölvunni auðvitað. Hvar voruð þið í allan gærdag!! Ég var sko á MSN!
Og ég sem hélt þegar ég var sautján ára að það yrði alveg geðveikt að verða tvítug.
janúar 11, 2007 kl. 8:53 e.h.
Una
Já takk, ég er með í þessum klúbbi. Nú gat ég einmitt ekki sofnað í gær (eins og flest kvöld) og hvar varst þú? Ekki á msn svo er víst! ;o) Reyndar hef ég heyrt orðróm um að ef maður drattist á lappir fyrir hádegi sé auðveldara að sofna á kvöldin… en ég held ég verði nú að kynna mér málið betur áður en ég geri eitthvað róttækt!
janúar 25, 2007 kl. 12:52 e.h.
sfdgdf
dsfsdfsd sfgsf efgsf