You are currently browsing the daily archive for janúar 11, 2007.

Jæja, ég get ekki sofið. Þetta er mér mikið áfall þar sem, hingað til, hef ég aldrei átt í vandræðum með svefn. Ástæðan gæti verið sú að ég hef nákvæmlega ekkert að gera og sef þar af leiðandi langt fram eftir degi! Kannski þetta þýði að ég sé orðin ,,fullorðin“. Ég las jú, ekki fyrir svo löngu að það að geta ekki sofið endalaust væri merki um að líkaminn væri orðinn ,,fullorðinn“. Velti samt fyrir mér hvort að það þýði þá líka að afi minn sé ennþá unglingur. Kannski ég ætti að nefna þetta við hann, hann yrði eflaust ánægður! 🙂

Það er annars að frétta að enn einu sinni hef ég tekið ákvörðun um hvað ég ætla að gera á næstu mánuðum. Ég ætla hins vegar ekki að nefna hver niðurstaðan er þar sem hún gæti hæglega verið önnur á morgun… ég þekki sjálfa mig, draumóramanneskjuna! Sem dæmi má nefna að ég og Silja ,,ákváðum“ þegar við sátum saman á bílprófsnámskeiði að fara til Suður Afríku á næstu mánuðum. Tvö ár eru liðin og hvorug er farin ennþá!

Þegar ég les færsluna yfir sé ég að ég er að fá svona brainstorm. Það er nákvæmlega ekkert samhengi hjá mér. Kannski ég ætti bara að segja frá öllu sem ég hef gert í dag! Reyndar, svona eftir á að hyggja, væri það ekki svo gáfulegt þar sem það gæti leitt til þess að enginn myndi skoða þessa síðu aftur, svo áhugavert er iðjuleysi mitt þessa dagana! NOT!

Vá, þetta er svoleiðis að fara úr böndunum hjá mér núna…. best að drífa sig í að ýta á Publish áður en ég stroka þetta allt út!

Blog Stats

  • 9.650 hits
janúar 2007
M F V F F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031