Síðasta komment frá Heiðrúnu fékk mig til að hugsa. Kannski er ég bara algjör skápapíka (afsakið orðabragðið). Ég fíla píkupopp þó ég vilji helst ekki viðurkenna það! Til að rifja upp fyrir þeim sem ekki muna (eða vita ekki) þá var ég ein af þeim fyrstu sem keypti fyrstu sólóplötu Justin Timberlake og hlustaði á alveg í botn! Eftir að æðið hafði runnið af mér reyndi ég að útiloka þessar minningar, þar sem ég skammaðist mín, og þegar fólk sem vissi betur bar þetta á mig bar ég fyrir mig að í rauninni ætti Ásta Þóra diskinn og væri alltaf að hlusta á hann inni hjá mér. LOOSER! Allavega, eftir nokkra sálfræðitíma þá hafði ég jafnað mig á þessu og lífið hélt áfram.

Eða þangað til… nýji diskurinn með JT kom út! Ég stend sjálfa mig að því að blasta græjunum þegar hans yndisfríða rödd (ég meina ljóta…) fyllir hátalarana á útvarpinu og syng hamingjusön með! Ég staldra lengur við inní búðum ef verið er að spila lög af disknum. Ég kann lögin. Ég labba inní Skífuna bara til að horfa á diskinn hans.

Já, ég viðurkenni að ég á við vandamál að stríða! Ég er Justin Timberlake aðdáandi! Ég get ekkert að því gert að þegar hans píkulega rödd ómar þá stjórna ég ekki líkama mínum lengur og… brest í dans!

P.S. Hjálp óskast!