Síðasta komment frá Heiðrúnu fékk mig til að hugsa. Kannski er ég bara algjör skápapíka (afsakið orðabragðið). Ég fíla píkupopp þó ég vilji helst ekki viðurkenna það! Til að rifja upp fyrir þeim sem ekki muna (eða vita ekki) þá var ég ein af þeim fyrstu sem keypti fyrstu sólóplötu Justin Timberlake og hlustaði á alveg í botn! Eftir að æðið hafði runnið af mér reyndi ég að útiloka þessar minningar, þar sem ég skammaðist mín, og þegar fólk sem vissi betur bar þetta á mig bar ég fyrir mig að í rauninni ætti Ásta Þóra diskinn og væri alltaf að hlusta á hann inni hjá mér. LOOSER! Allavega, eftir nokkra sálfræðitíma þá hafði ég jafnað mig á þessu og lífið hélt áfram.
Eða þangað til… nýji diskurinn með JT kom út! Ég stend sjálfa mig að því að blasta græjunum þegar hans yndisfríða rödd (ég meina ljóta…) fyllir hátalarana á útvarpinu og syng hamingjusön með! Ég staldra lengur við inní búðum ef verið er að spila lög af disknum. Ég kann lögin. Ég labba inní Skífuna bara til að horfa á diskinn hans.
Já, ég viðurkenni að ég á við vandamál að stríða! Ég er Justin Timberlake aðdáandi! Ég get ekkert að því gert að þegar hans píkulega rödd ómar þá stjórna ég ekki líkama mínum lengur og… brest í dans!
P.S. Hjálp óskast!
5 athugasemdir
Comments feed for this article
janúar 6, 2007 kl. 9:53 e.h.
Bakkus
*syngur*
I’m bringing sexy back
Them other boys don’t know how to act
I think you’re special, what’s behind your back?
So turn around and I’ll pick up the slack.
*hættir að syngja*
ég sem hélt að ég væri geðveikt asnaleg þar sem ég hækka alltaf í þessu lagi þegar ég keyri og syng með!!!! Helga, ég heiti Sigga og er Alæta Á Tónlist.
janúar 7, 2007 kl. 4:22 f.h.
Heiðrún
Helga! Þetta er grafalvarlegur sjúkdómur sem ber nafnið ,,Timerlake Shake Ass Syndrome“. Það sem verra er er að þessi sjúkdómur sem þú, því miður, hrjáist af er einn undirsjúkdóma ,,Lélegs Tónlistarsmekks“ og er þar af leiðandi ólæknanlegur!
Það eina sem þú getur gert er að láta undan löngunum þínum, ganga rösklega inn í Skífuna og kaupa þér diskinn (og já, það er vinkona þín Heiðrún sem skrifar)!Næsta skref er svo að hlusta á diskinn aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og… AFTUR með þeirri von um að þú fáir einn góðann veðurdag algjört ÓGEÐ!!!
Reyndar er oft sagt að maður geti losað sig við slæmann ávana með því að skipta honum út fyrir annann slæmann ávana. Ég mæli með áfengi eða fíkniefnum, það hljómar mun betur en það að vera háð Justin Timberlake!!!
janúar 8, 2007 kl. 11:34 e.h.
Lúkas
Heyr heyr
janúar 9, 2007 kl. 11:00 f.h.
Heiðrún
Vá! Eins árs gamall köttur skrifaði kommentið hér að ofan!
janúar 9, 2007 kl. 1:31 e.h.
Helga
Já Heiðrún, það er ekki skrýtið að þú skulir furða þig á þessu. Það vill hins vegar svo til að í Kópavogi eru dýrin hæfileikaríkari en annars staðar. Auk allra þeirra hefðbundnu kúnsta getaþau bæði skrifað og lesið! Það er spurning um að færa sig yfir götuna, ha?