You are currently browsing the daily archive for janúar 2, 2007.

Ég hef ekki eignast neinn pening en er hins vegar komin í netsamband sem foreldrar mínir borga og ert þessi færsla því á þeirra kostnað. 

Jæja, þá er maður kominn heim í kulda og krap! Þó ótrúlegt sé hef ég ekki enn viðrað sængina en hún þarf ekki að bíða mikið lengur. Það er annars alveg hreint ótrúlegt hvað maður saknar undarlegustu hluta þegar maður er að heiman. Ég þráði t.d. að komast undir sængina mína (reyndar ekki svo undarlegt þar sem hún er mjúk og ég er ég), drekka ískalt appelsín, hlusta a Christinu Aguilera geisladisk (þetta kom mér jafnmikið á óvart og ykkur), netsambands og afgreiðslufólks sem vinnur ekki á söluprósentu! Reyndar, þegar ég lít yfir þessa uptalningu þá er ekki svo ótrúlegt að ég hafi saknað þessara hluta (nema kannski þetta með tónlistina).

En… talandi um pirrandi afgreiðslufólk. Ég er á því að allt uppáþrengjandi fólk í sölubransanum hafi verið lóðsað til Kanaríeyja. Það er alla vega óhemjumikið af því þar. Einu búðirnar sem þetta fólk finnst ekki í eru rándýru búðirnar og Foto Harry. Í þeirri síðarnefndu þurfa þeir auðvitað bara að opna munninn og maður er svo dasaður af hinni ilhýru íslensku sem streymir úr munni þessara Indverja að maður réttir þeim bara visa kortið og segir, ,,já, takk!“

Ohhh…. mig langar í appelsín og engiferköku. Skrifa meira þegar ég er orðin södd og útsofin!

Blog Stats

  • 9.650 hits
janúar 2007
M F V F F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031