Já, það er orðið opinbert, ég er latasta manneskja sem um getur! Fyrir örfáum mínútum lá uppi í sófa, drakk hvítvín, borðaði súkkulaði og hugsaði, ,,ohh, það er svo mikið sem ég þarf að gera á morgun; pakka, ákveða hverju á að pakka, kaupa fullt af dóti, ákveða hvað ég á að kaupa, o.s.frv.“. Þetta myndi ekkert endilega lýsa leti nema hvað ég hef ekkert gert síðan á sunnudaginn nema nákvæmlega það sem ég er að gera núnu; liggja í leti! Og, ofan á það þá kvarta ég yfir því að ég hafi svo lítinn tíma á morgun til að gera það sem ég þarf að gera áður en ég kemst til Íslands. Þessar aðstæður mynna mig á kvöldið áður en ég kom hingað, en þá svaf ég í 2 tíma áður en ég þurfti að vakna til að fara útá flugvöll. Samt hafði ég hætt í vinnunni heillri viku áður! Ó, þú lata, lata…

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér að ferðast á næsta ári. Eftir að hafa lesið fyrri hluta færslunar hef ég séð að það er kannski ekki svo góð hugmynd. Ég hef það á tilfinningunni að ég myndi byrja ferðina á sama stað og hún hófst; í fyrsta HÓTELrúminu sem ég finn!