Ég hef mikinn tíma aflögu hér í Nürnberg. Ekki svo að skilja að hér sé ekki nóg í boði, ég er bara einfaldlega löt. Þetta þýðir að þegar ég hef ,,ekkert“ að gera vafra ég mikið um netið og finn því hinar skemmtilegustu síður. Ég get nefnt sem dæmi ferðasíðu eina (ég veit að það ég skuli hafa fundið FERÐAsíðu kemur mjög á óvart). Ég var að lesa um mjög svo skemmtilegt prógramm sem fer fram í Thailandi. Við hlið hverrar lýsingar kemur svo listi yfir hluti sem eru innifaldir í verði og svo annar þar sem kemur fram hvað er ekki innifalið. Í síðarnefnda listanum stendur ,,alcoholic beverages“. Þetta hefði ekki vakið athygli mína nema af því að ég var búin að vera á þessari síðu í dágóðan tíma og í engu öðru prógrammi hafði þetta verið tekið fram. Þýðir það að í öllum hinum fylgi bjórkútur með???
Fjóra daga í viku labba ég í skólann og aftur heim að honum loknum. Göngutúrinn tekur mig u.þ.b. 20 mínútur (hvor leið) og hlusta ég gjarnan á i-pod’inn minn á leiðinni. Í dag varð engin undantekning á þessu nema hvað ég ákveð með sjálfri mér að ég megi ekki hlusta á það sem ég er vön að hlusta á og varð íslensk tónlist því fyrir valinu í þetta skiptið. Gallinn við tónlist á mínu ástkæra tungumáli er að ég kann alla textanna. Gallinn við að kunna textana er að það eru meiri líkur á því að maður bresti í söng. Stærsti gallinn af öllum er þó að ef maður sameinar galla 1 með mér þá er mjög líklegt að galli 2 eigi sér stað… en það gerðist einmitt. Já, það voru vitni. Ég veit, ég er auli!
3 athugasemdir
Comments feed for this article
nóvember 29, 2006 kl. 8:29 e.h.
Una
Hahaha snillingurinn minn! Iss, hverjum er ekki sama þótt einhverjir þýskarar heyri þig syngja… gerðu bara eins og vinkona mín þegar hún datt eitt sinn út úr strætó í Noregi – spratt á fætur, tók nokkur spor og söng: „I’m never gonna see you again, I’m never gonna see you again!“
nóvember 29, 2006 kl. 10:35 e.h.
Bakkus
Ekki var það: ,,Stál og Hnífur“?
Hahahahaha!
Gott að ég er ekki eina manneskjan sem gerir skammarstrik.
nóvember 30, 2006 kl. 11:22 e.h.
Heiðrún
Hahaha… þú ert ágæt! 🙂
Annars þá er ég ekkert smá ánægð með þig þar sem þú segir alltaf I-PoT þegar þú ert að tala um I-Podinn þinn þá hreinlega bjóst ég við því að þú myndir skrifa það líka en sko mína… hún skrifaði I-Pod! 🙂
Ertu kannski loksins búin að losa þig við I-Pod ósiðinn?