You are currently browsing the daily archive for nóvember 29, 2006.

Ég hef mikinn tíma aflögu hér í Nürnberg. Ekki svo að skilja að hér sé ekki nóg í boði, ég er bara einfaldlega löt. Þetta þýðir að þegar ég hef ,,ekkert“ að gera vafra ég mikið um netið og finn því hinar skemmtilegustu síður. Ég get nefnt sem dæmi ferðasíðu eina (ég veit að það ég skuli hafa fundið FERÐAsíðu kemur mjög á óvart). Ég var að lesa um mjög svo skemmtilegt prógramm sem fer fram í Thailandi. Við hlið hverrar lýsingar kemur svo listi yfir hluti sem eru innifaldir í verði og svo annar þar sem kemur fram hvað er ekki innifalið. Í síðarnefnda listanum stendur ,,alcoholic beverages“. Þetta hefði ekki vakið athygli mína nema af því að ég var búin að vera á þessari síðu í dágóðan tíma og í engu öðru prógrammi hafði þetta verið tekið fram. Þýðir það að í öllum hinum fylgi bjórkútur með???

Fjóra daga í viku labba ég í skólann og aftur heim að honum loknum. Göngutúrinn tekur mig u.þ.b. 20 mínútur (hvor leið) og hlusta ég gjarnan á i-pod’inn minn á leiðinni. Í dag varð engin undantekning á þessu nema hvað ég ákveð með sjálfri mér að ég megi ekki hlusta á það sem ég er vön að hlusta á og varð íslensk tónlist því fyrir valinu í þetta skiptið. Gallinn við tónlist á mínu ástkæra tungumáli er að ég kann alla textanna. Gallinn við að kunna textana er að það eru meiri líkur á því að maður bresti í söng. Stærsti gallinn af öllum er þó að ef maður sameinar galla 1 með mér þá er mjög líklegt að galli 2 eigi sér stað… en það gerðist einmitt. Já, það voru vitni. Ég veit, ég er auli!

Blog Stats

  • 9.650 hits
nóvember 2006
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930