You are currently browsing the daily archive for nóvember 26, 2006.

Þeir sem mig þekkja, vita að ég á það til að verða svolítið pirruð, svona við og við. Nú vill svo til að ég hef verið með bakverk og vöðvabólgu síðan á miðvikudag og er heilsan, ásamt svefnleysinu sem fylgir, farið að fara örlítið í taugarnar á mér. Þegar ég VAKNA í morgun er ég svo kampakát þegar ég er komin úr svefnmókinu því ég átta mig á að ég hef virkilega sofið alla nóttina. Betri tímar? Saklaus stúlka, eins og ég, trúði því en svo er nú ekki. Ég er búin að fá mér morgunmat, sólin skín, mér er ekki kalt, ekki heitt… allt í goody! Ég ákveð að láta fleiri finna fyrir góða skapinu og ætla mér að hringja í mömmu. Hvað gerist þá? Haldiði ekki að síminn hafi ákveðið að snúast gegn mér! Það er ekki hægt að hringja úr símanum! Af hverju? Ég veit það ekki! En, ég er með tilgátu. Síminn hefur eflaust fundið fyrir því að ég hef verið pirruð undanfarna daga og eftir þetta elífðarpirr hefur hann sjálfur ákveðið að það er ekkert gott að vera endalaust í góðu skapi. Þar sem ég þekki þessa tilfinningu ætla ég að bíða þolinmóð… :o)

Blog Stats

  • 9.650 hits
nóvember 2006
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930