You are currently browsing the daily archive for nóvember 22, 2006.

Ég er í þýskunámi hérna í Nürnberg. Það væri ekki orðum ofaukið að segja að hópurinn sé áhugaverður. Á mína hægri hlið situr stelpa á mínum aldri en hún er frá Uruguay. Hún er hér því hún sótti um skólastyrk í heimalandinu til þess að komast hingað. Hún talar samt enga þýsku (segir sér kannski sjálft fyrst hún er með mér í tíma) og er því bara að dúlla sér hér í eitt ár. Af hverju í ósköpunum sótti hún um Þýskaland þar sem maður þarf að kunna þýsku til að stunda nám hér???

Stúlkan frá Uruguay er nú ekki eini skrautlegi karakterinn í hópnum. Nei, ó nei! Þar er einnig kona frá Taílandi. Þessi kona virðist heita mörgum nöfnum auk þess sem hún vill láta kalla sig dagsdaglega; s.s. Helga, Istiaq, Ximena og Kuldeep svo eitthvað sé nefnt. Þessu hef ég komist að þegar konan svarar ÖLLUM spurningum sem eru spurðar í tímunum burtséð frá því hvern er verið að spyrja! Það er annars gaman að segja frá því að konan heitir Porn svo það er kannski ekki skrýtið að hún vilji láta sem hún heiti eitthvað annað!

Það er annars svolítið furðulegt að sitja í þessum tímum. Ég virðist kunna meira í þýsku en fólk sem hefur búið hérna í 5 ár! Já, þetta er raunverulegt dæmi. Maður einn í tímunum kann ekkert í þýsku nema… tilbúin? Tölurnar! Í hvert einasta skipti sem tala kemur fyrir í texta sem einhver er að lesa (ekkert endilega hann) kallar hann upp töluna! Svona eins og til að sanna, ,, Haha! Já, ég kann tölurnar. Get samt ekki kynnt mig!“ Mjög þreytandi! Þetta er stundum eins og að vera í dýragarði þegar Porn og kallinn eru bæði í ham!

Jæja, ég held að þetta sé komið gott í bili. Vil ekki þreyta ykkur um of með sögum af… áhugaverðu fólki!

Blog Stats

  • 9.650 hits
nóvember 2006
M F V F F S S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930