Loksins, ó loksins! Já, ég hef ákveðið að leyfa veraldarvefnum og notendum hans að fylgjast með mínu spennandi lífi og þeim pælingum sem fylgja, en af þeim er víst nóg!

Það er frá nógu að segja enda margt sem drífur á daga mína… Ég vil þó ekki að opnunarfærslan sé neitt meira en einmitt það… opnunarfærsla. Get þó sagt frá því að takmark mitt með þessu bloggi er að blogga oftar en Gulla danska (ég veit, mjög göfugt…)!

Látum þetta heita gott í bili! Tschüss